Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Arnþ ch. 1

Arnórs þáttr jarlaskálds 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Arnþ ch. 1)

UnattributedArnórs þáttr jarlaskálds1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er getið eitthvert sinn er konungar báðir sátu í einni
höll yfir matborðum að þar var þá kominn Arnór jarlaskáld og
hefir ort sitt kvæði um hvorn þeirra. Og þá er skáldið bræddi
skip sitt þá koma sendimenn konunga og biðja hann ganga að
færa kvæðin. Hann fór þegar og þó ekki af sér tjöruna.Og nú er hann kom að stofunni þá mælti hann við dyrvörðu:
"Gefið rúm skáldi konunga," gekk inn síðan og fyrir þá Magnús
konung og Harald konung og mælti: "Heilir allvaldar báðir."Þá segir Haraldur konungur: "Hvorum skal fyrr færa kvæðið?"Hann segir: "Fyrr hinum yngra."Konungur spyr: "Hví hann fyrr?""Herra," segir hann, "það er mælt að bráðgeð verða ungmenni."En það þótti hvorumtveggja virðilegra er fyrr var kvæðið
fært.Nú hefur skáldið upp kvæðið og getur í fyrstu í kvæðinu jarla
fyrir vestan haf og yrkir um ferðir sínar.Og er þar er komið þá mælti Haraldur konungur til Magnúss
konungs: "Hvað situr þú herra yfir kvæði þessu þó að hann
hafi ort um ferðir sínar eða jarla í Eyjum vestur?"Magnús konungur segir: "Bíðum enn frændi. Mig grunar áður en
lokið sé að þér þyki lofið mitt ærið mikið."Þá kveður skáldið þetta:Magnús hlýddu til máttigs óðar.

Mangi veit eg fremra annan.

Yppa ráðumk yðru kappi,

Jóta gramr, í kvæði fljótu.

Haukr réttr ertu, Hörða dróttinn.

Hverr gramr er þér stóru verri.

Meiri verði þinn en þeira

þrifnuðr allr uns himinn rifnar.


Þá mælti Haraldur konungur: "Lofa konung þenna sem þú vilt,"
segir hann, "en lasta ei aðra konunga."Og nú kveður skáldið hið sama sitt. Kemur upp þetta erindi:Ótti, kunnuð elgjum hætta

æðiveðrs á skelfdan græði,

fengins gulls, eða fæðið ella

flestan aldr und drifnu tjaldi.

Líkan ber þig hvössum hauki,

hollvinr minn, í lyfting innan,

aldrei skríðr und fylki fríðra

farlegt eiki, Vísundr snarla.
Eigi létuð, jöfra bági,

yðru nafni mannkyn hafna.

Hvorki flýrð þú, hlenna þreytir,

hyr né málm í broddi styrjar.

Hlunna er sem röðull renni

reiðar búningr upp í heiði,

hrósa eg því, er herskip glæsir

hlenna dólgr, eða vitar brenni.Þá svaraði Haraldur konungur: "Allákaflega yrkir sjá maður og
eigi veit eg hvar kemur."Mönnum líst, er mildingr rennir

Meita hlíðir sævar skíði,

unnir jafnt sem ofsamt renni

engla fylkl himna þengils.

Eyðendr, fregn eg, að elska þjóðir,

inndrótt þín er höfð að minnum,

græði lostins guði hið næsta

geima Vals í þessum heimi.


Og nú eftir þetta þá er kvæðinu er lokið hefur skáldið upp
Haralds kvæði og heitir það Blágagladrápa, gott kvæði.Og er drápunni var lokið þá var Haraldur konungur spurður
hvort honum þætti betra kvæðið en hann segir: "Sjá kunnum vér
hver munur kvæðanna er. Mitt kvæði mun brátt niður falla og
engi kunna en drápa þessi er ort er um Magnús konung mun
kveðin meðan Norðurlönd eru byggð."Haraldur konungur gaf skáldinu spjót gullrekið en Magnús
konungur gaf honum þá fyrst gullhring.Og nú gekk hann svo utar eftir höllinni að hann dró
gullhringinn á falinn spjótsins og mælti: "Hátt skal bera
hvoratveggju konungsgjöfina."Þá mælti Haraldur konungur: "Kom sjá til nakkvars,
löngumorðinn," segir hann.Því hafði skáldið heitið Haraldi konungi að yrkja um hann
erfidrápu ef hann lifði lengur. Magnús konungur gaf honum
síðan knörr með farmi og gerðist mikill ástúðarvinur hans.sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.