Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Jvs ch. 39

Jómsvíkinga saga 39 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Jvs ch. 39)

UnattributedJómsvíkinga saga
383940

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er að segja frá Sigvalda, að þá er hann flýði úr bardaganum nam hann eigi fyrr staðar en hann kom heim í Danmörk, og var Ástríður kona hans þar fyrir, er þeir koma heim, og gjörði hún veizlu í mót honum.


Þeir segja tíðendin frá bardaganum og frá förinni allri saman, síðan er þeir Jómsvíkingar fóru heiman úr Danmörku, og þótti mönnum það mikil skemmtan að heyra, er þeir sögðu frá þeim tíðendum. Og þess er við getið, að Ástríður vill fagna sem bezt Sigvalda í hvívetna og sýna það að hún er fegin orðin hans heimkvámu. Hún lætur gjöra honum laug; biður hann síðan fara í laugina - "og veit eg," segir Ástríður, "að leið svo langri sem er úr Noregi, þá mun mál að fægja sárin þau er þér fenguð í bardaganum."


Síðan fer "Sigvaldi í laugina, og hlítir Ástríður ekki öðrum konum að því að þjóna honum í lauginni, og mælti síðan: "Verið get eg hafa nökkura í bardaganum í liði Jómsvíkinga, er þaðan munu hafa borið raufóttara belginn en svo sem þú hefir borið, þvíað mér þykir sjá til þess bezt fallinn að varðveita í hveitimjöl."


Sigvaldi svarar: "Það mætti verða minnar æfi, að þú ættir eigi slíkum sigri að hrósa," sagði hann, "og hygg þú að því, að þér líki þá betur."


Og þá er ekki sagt frá þeirra viðurtali lengra að sinni.


Sigvaldi réð fyrir Sjólöndum nökkura stund síðan og þótti vera hinn vitrasti maður og var eigi þar allur sem hann var sénn, og eru mikil tíðendi frá honum sögð í öðrum sögum. En Hákon jarl réð skamma stund Noregi síðan, og þótti hann verða hinn ágætasti allskostar af þessu öllu saman, og svo synir hans.


Ekki er hér frá því sagt, hvað Sveinn Búason lagði fyrir sig, hvort hann var með Eiríki eða gjörði hann annað af sér, en Sigurður kápa bróðir Búa fór til Danmerkur og tók við föðurleifð sinni eftir Véseta í Borgundarhólmi og bjó þar langa æfi, og þótti vera hinn bezti drengur, og er margt manna frá honum komið og þeim Tófu, og voru samfarar þeirra góðar síðan.


Þorkell hinn hávi bróðir Sigvalda þótti hinn vitrasti maður, sem reyndist síðan í mörgum hlutum. En Skjaldmeyjar-Einar fór til Íslands og drukknaði á Breiðafirði, og heita þar af því Skáleyjar, að þar rak skálirnar á land, þær sem jarl gaf honum. En Þórður örvahönd fór heim í Dýrafjörð til Þorkels föður síns í Alviðru, og verður hér svo sagt að þeir Þorleifur skúma og Þórður örvahönd hafi bræður verið, og bjó Þórður í Alviðru eftir föður sinn, og er margt manna frá honum komið í Fjörðum vestur, og sögðu þeir Einar glöggvast frá þessum tíðendum út til Íslands.


En það er sögn manna síðan að Búi hafi að ormi orðið og lagizt á gullkistur sínar; en vér hyggjum það til þess haft vera að þar hafi ormurinn sézt á Hjörungavogi, og kann vera að nökkur ill vættur hafi lagizt á féð og sýnzt þar síðan. En eigi kunnum vér að segja hvort heldur er. Má og vera að hvorki sé satt, þvíað marga vega má sýnast.



sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.