Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HkrProl ch. 1

Prologue to Heimskringla 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HkrProl ch. 1)

HeimskringlaPrologue to Heimskringla
12x

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Á bók þessi lét eg rita fornar frásagnir um höfðingja þá er
ríki hafa haft á Norðurlöndum og á danska tungu, svo sem eg
hefi heyrt fróða menn segja, svo og nokkurar kynslóðir þeirra
eftir því sem mér hefir kennt verið, sumt það er finnst í
langfeðgatali þar er konungar eða aðrir stórættaðir menn hafa
rakið kyn sitt, en sumt er ritað eftir fornum frásögnum eða
kvæðum eða söguljóðum er menn hafa haft til skemmtanar sér.
Þótt vér vitum eigi sannindi á því þá vitum vér dæmi til að
gamlir fræðimenn hafi slíkt fyrir satt haft.



Þjóðólfur úr Hvini var skáld Haralds konungs hins hárfagra.
Hann orti kvæði um Rögnvald konung heiðumhæra. Það er kallað
Ynglingatal. Rögnvaldur var son Ólafs Geirstaðaálfs, bróður
Hálfdanar svarta. Í þessu kvæði eru nefndir þrír tigir
langfeðga hans og sagt frá dauða hvers þeirra og legstað.
Fjölnir er sá nefndur er var son Yngvifreys, þess er Svíar
hafa blótað síðan. Af hans nafni eru síðan kallaðir
Ynglingar.



Eyvindur skáldaspillir taldi og langfeðga Hákonar jarls hins
ríka í kvæði því er Háleygjatal heitir er ort var um Hákon.
Sæmingur er nefndur son Yngvifreys. Sagt er og þar frá dauða
hvers þeirra og haugstað. Eftir Þjóðólfs sögn er fyrst ritin
ævi Ynglinga og þar við aukið eftir sögn fróðra manna.



Hin fyrsta öld er kölluð brunaöld. Þá skyldi brenna alla
dauða menn og reisa eftir bautasteina en síðan er Freyr hafði
heygður verið að Uppsölum þá gerðu margir höfðingjar eigi
síður hauga en bautasteina til minningar um frændur sína. En
síðan er Danur hinn mikilláti Danakonungur lét sér haug gera
og bauð að bera sig þannig dauðan með konungsskrúði og
herbúnaði og hest hans við öllu söðulreiði og mikið fé annað
og hans ættmenn gerðu margir svo síðan, og hófst þar haugsöld
í Danmörk en lengi síðan hélst brunaöld með Svíum og
Norðmönnum.



En er Haraldur hinn hárfagri var konungur í Noregi þá
byggðist Ísland. Með Haraldi konungi voru skáld og kunna menn
enn kvæði þeirra og allra konunga kvæði, þeirra er síðan hafa
verið í Noregi, og tökum vér þar mest dæmi af, það er sagt er
í þeim kvæðum er kveðin voru fyrir sjálfum höfðingjum eða
sonum þeirra. Tökum vér það allt fyrir satt er í þeim kvæðum
finnst um ferðir þeirra eða orustur. En það er háttur skálda
að lofa þann mest er þá eru þeir fyrir en engi mundi það gera
að segja sjálfum honum þau verk hans er allir þeir er heyrðu
vissu að hégómi væri og skrök og svo sjálfur hann. Það væri
þá háð en eigi lof.



Ari prestur hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrst
manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja og
ritaði hann mest í upphafi sinnar bókar frá Íslandsbyggð og
lagasetning, síðan frá lögsögumönnum, hversu lengi hver hafði
sagt, og hafði fyrst áratal til þess er kristni kom á Ísland
en síðan allt til sinna daga. Hann tók þar við mörg önnur
dæmi, bæði konungaævi í Noregi og Danmörk og svo á Englandi
eða enn stórtíðindi er gerst höfðu hér á Íslandi og þykir
mörgum vitrum mönnum hans sögn öll merkileg. Var hann
forvitri og þó gamall svo að hann var fæddur næsta vetur
eftir fall Haralds konungs Sigurðarsonar. Hann ritaði, sem
hann sjálfur segir, ævi Noregskonunga eftir sögu Odds
Kolssonar Hallssonar af Síðu en Oddur nam að Þorgeiri
afráðskoll, þeim manni er vitur var og svo gamall að hann bjó
þá í Niðarnesi er Hákon jarl hinn ríki var drepinn. Í þeim
sama stað lét Ólafur Tryggvason efna til kaupangs þar sem nú
er.



Ari prestur Þorgilsson kom sjö vetra gamall í Haukadal til
Halls Þórarinssonar og var þar fimmtán vetur. Hallur var
stórvitur og minnigur. Hann mundi það er Þangbrandur skírði
hann þrevetran. Það var vetri fyrr en kristni var í lög tekin
hér á Íslandi. Ari var tólf vetra gamall þá er Ísleifur
biskup andaðist. Hallur fór milli landa og hafði félag Ólafs
konungs hins helga og fékk af því mikla uppreist. Var honum
af því kunnigt konungsríki hans. En er Ísleifur biskup
andaðist var liðið frá falli Ólafs konungs Tryggvasonar nær
átta tigum vetra. Hallur andaðist níu vetrum síðar en
Ísleifur biskup. Þá var Hallur að vetratali níræður og
fjögurra vetra. Hann hafði gert bú í Haukadal þrítugur og bjó
þar sex tigu og fjóra vetra. Svo ritaði Ari prestur.



Teitur son Ísleifs biskups var með Halli í Haukadal að fóstri
og bjó þar síðan. Hann lærði Ara prest og sagði honum marga
fræði, þá er Ari ritaði síðan.



Ari prestur nam og marga fræði að Þuríði dóttur Snorra goða.
Hún var spök að viti. Hún mundi Snorra föður sinn en hann var
þá nær hálffertugur er kristni kom á Ísland en andaðist einum
vetri eftir fall Ólafs konungs hins helga. Því var eigi
undarlegt að Ari prestur væri sannfróður að fornum tíðindum,
bæði hér og utanlands, að hann var sjálfur námgjarn og vitur
og minnigur en hafði numið að gömlum mönnum fróðum.



En kvæðin þykja mér síst úr stað færð ef þau eru rétt kveðin
og röksamlega upp tekin.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.