Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

menota

Menota data services

Menu Search
AM 162 B κ fol (162B κ)  - 1v 2r 

On this page...

Images

skalt u í brott ríða ok austur undir Eyjafjöll að finna Þorgeir skorargeir ok Þorleif krák
Þeir skulu ríða austan með þér því að þeir eru aðiljar málsins Með honum skal ríða Þorgrímr hinn mikli
bróðir þeira Þér skuluð ríða til Marðar Valgarðssonar Skalt u segja honum orð mín til að hann taki við vígsmálinu
eftir Helga Njálsson á hönd Flosa En ef hann mælir nökkuru orði í móti þessu þá skalt u gera
þik sem reiðastan ok lát sem þú munir hafa öxi í höfði honum Þú skalt ok segja í annan
stað reiði mína ef hann vill eigi láta að þessu vel komaz Þar með skalt u segja að ek mun láta
sækja Þorkötlu dóttur mína ok færa heim til mín En það mun hann eigi þola því að hann ann henni sem augunum
í höfði sér Kári þakkaði honum sína ráðagerð Ekki talar Kári um liðveizlu við hann
því að hann ætlaði að eigi mundi þurfa Kári reið þaðan austur yfir Markarfljót ok svá til Fljótshlíðar
ok svá til Seljalandsmúla Þeir ríða nú austur í Holt Þorgeir tók við þeim með hinni
mestu blíðu Hann sagði þeim um ferð Flosa ok hversu mikið lið hann hafði þegið í Austfjörðum
Kári sagði að það var várkunn að hann bæði liðs svá mörgu sem hann mundi svara eiga Þorgeir mælti
Því betr er þeim fer allt ver Kári sagði Þorgeiri tillögur Gizurar Síðan riðu þeir austr
á Rangárvöllu til Marðar Valgarðssonar Hann tók vel við þeim Kári sagði honum orðsending Gizurar mágs
hans Hann var heldr erfiðr ok kvað meira að sækja Flosa en tíu aðra Kári mælti Jafnt fer þér þetta svá
sem hann ætlaði því að þér eru allir hlutir illa gefnir því að þú ert bæði hræddr ok huglauss Enda
skal það á bak koma sem þér er makligt að Þorkatla skal fara heim til föður síns
Hon bjóz þegar ok kveðz þess fyrir löngu búin að skildi með þeim Merði Mörðr skipti þá skjótt
skapi sínu ok orðum ok bað af sér reiði ok tók þegar við málinu Kári mælti
þá Nú hefir þú tekið við málinu ok sæk nú óhræddr því að líf þitt liggr við Mörðr
kvaðz Allan hug mundu á leggja að gera þetta vel ok drengiliga Eftir það stefndi Mörðr til
sín búum Þeir vóru allir vættvangsbúar Mörðr tók þá í hönd Þorgeiri ok nefndi
vátta í það vætti að Þorgeir Þórisson selr mér vígsök á hönd Flosa Þórðarsyni að sækja
um víg Helga Njálssonar með sóknagögnum öllum þeim er sökinni eigu at fylgja Selr
þú mér sök þessa að sækja ok að sættaz á svá allra gagna að njóta sem ek sé
réttr aðili Selr þú með lögum en ek tek með lögum Í annað sinni nefndi Mörðr vátta
í það vætti að ek lýsi lögmæltu frumhlaupi á hendr Flosa er hann veitti Helga
Njálssyni helundarsári eða holundar eða mergundar því er að ben gjörðiz En Helgi fekk
bana af Lýsi ek fyrir búum ok nefndi þá alla Lýsi ek löglýsing Lýsi ek handseldri
sök Þorgeirs Þórissonar Þá nefndi Mörðr sér enn vátta Í það vætti að ek kveð vættvangsbúa
þá alla níu ok nefndi þá alla á nafn til alþingisreiðar ok búakviðar
að bera vitni þar hvárt Flosi hljóp lögmæltu frumhlaupi til Helga Njálssonar á þeim
Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close