— ed. Guðrún Nordal
Not published: do not cite (Þorg ch. 77)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Skeggi hét maður. Hann var messudjákn að vígslu. Hann var ráðamaður að Hólum. Hann átti bú að Kálfsstöðum, vellauðigur að fé og hafði gnótt í búi. En er sauða var kvatt vildi hann öngvan sauð gefa og ekkert tillæti Þorgilsi gera. Það var um haustið að Þorgils sendi upp þangað Ingimund bróður sinn og með honum Fljóta-Böðvar Klængsson og Snorra gemsung. Voru þeir saman fimm eða fjórir. Skyldu þeir fala fé til sláturs að Skeggja eða beiða hann nokkurra tillaga. En ef þeir fengju það eigi þá bannaði Þorgils þeim eigi að gera þar nokkurar óspektir en bauð þeim það eigi. Fóru þeir nú upp þangað sem fyrr var sagt. Skeggi vildi hvorki gefa né selja og eigi gefa þeim mat. Þar var margt manna fyrir, bæði konur og karlar. Sló þar í orðahnippingar. Lét Ingimundur þá hlaupa til og höggva ofan krof nokkur. Urðu þá áhöld með mönnum. Var þar liðsmunur með þeim. Voru heimamenn fleiri. Varð Snorri undir hafður um hríð og svo Ingimundur. Varaði Skeggi menn við því mjög að gera Ingimundi mein. Böðvari þótti þar og lítið gert af sér. En er Ingimundur komst á fætur laust hann húskarl Skeggja með buklara. Var þar þæfa mjög löng. Skildu þeir við það að þeir Ingimundur höfðu þaðan öngvan hlut og fóru heim við svo búið. Lét Þorgils illa yfir þeirra ferð. Hafið þér, segir hann, farið auðvirðilega og lítilmannlega. Var kyrrt um hríð.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.