— ed. Guðrún Nordal
Not published: do not cite (Ísls ch. 114)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Um vorið var það títt fyrir norðan land að Kolbeinn ungi bjóst til utanferðar en ríki sitt og bú fékk hann Sighvati til varðveislu. Sighvatur setti niður á Flugumýri Þórð kakala son sinn og fékk honum allt mannaforráð Kolbeins til meðferðar. Þá var Mörður Eiríksson fylgdarmaður Þórðar og Snorri Þórálfsson er verið hafði með Guðmundi biskupi. Með Kolbeini fóru þeir Þórálfur Bjarnason og Þórður þumli, Sigurður Eldjárnsson og réðu þeir allir til Rómferðar um veturinn og riðu allir suður og sunnan. Fann Kolbeinn Hákon konung í Björgvin og tók hann vel Kolbeini en ekki gerðist hann handgenginn. Um sumarið eftir þing var fundur lagður með þeim bræðrum Þórði og Snorra við Sandbrekku. Þórður gisti á Kolbeinsstöðum er hann fór til fundarins og fóru þeir Þorlákur og Ketill feðgar með hreppsmenn sína til fundar með þeim Þórði, því að þá var heilagt. Þeir Snorri voru sjö saman. Og er þeir komu sunnan að Hítará sáu þeir mannfjölda undir brekkunni. Köstuðu þeir þá um hestunum og hleyptu suður í hraun en Þorlákur og þeir nokkurir saman hleyptu eftir þeim og tóku þá að Svarfhóli. Var þá langt áður Snorri vildi aftur ríða en þó fundust þeir út frá Hrauni og fór alla vega sem best með þeim bræðrum. Var Þórður undir Hrauni um nóttina en Snorri í Hítardal. Var þá veisla búin í móti honum. Mjöðurinn var borinn í berlum undir Hraun um morguninn eftir. Töluðu þeir þann dag allan. Mæltust þeir þá allvel við og sögðu svo að þeirra frændsemi og vinátta skyldi aldrei skilja meðan þeir lifðu báðir. Var það þá gert til sambands með þeim að Sturla son Þórðar skyldi fara með Snorra og vera með honum. Þá fór og með Snorra Páll son Lofts og voru þeir báðir með Snorra um sumarið.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.