— ed. Guðrún Nordal
Not published: do not cite (GDýr ch. 21)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Nú leið vetur sá og fóru þeir Þorgrímur sunnan of Kjöl til Skagafjarðar og drifu þá til þeirra harkamenn þeir er vistlausir voru. Þá fóru þeir upp í Goðdali og hið efra inn til Eyjafjarðar og komu á þann bæ er á Leyningi heitir. Sá maður hét Bersi er þar bjó. Þar rændu þeir og tóku þaðan mat og léreft og vaðmál til klæða sér. Síðan fóru þeir víða um héraðið og tóku bændur við þeim. Og er það spurðist fóru þeir Þórálfur og Eyjólfur norðan af Grenjaðarstöðum til fundar við þá og svo fór hann og að hitta Guðmund og gat hann komið á sáttarfund með þeim. Kolbeinn kom til vestan og ekki fjölmennur. Og er hann kom til Guðmundar kvað hann vísu: Þeir höfðu sáttarfundinn við Glerá og komu sínu megin að hvorir. Þar var brú á ánni og gljúfur undir. Eyjólfur gekk þar á milli og fékk sættum á komið og gengu þá allir menn til handsala þeir er þar voru, svo Vigfús sem aðrir. Og skyldi gera um víg Þórðarsona Teitur Oddsson austan úr fjörðum og svo um ránið í Arnarnesi. Og um víg Arnþrúðarsona skyldi gera Þorvaldur Gissurarson og svo um það er Guðmundur var ræntur og áverka húskarls Guðmundar. Þorsteinn Urða-Steinn var þá heill orðinn og skyldi Þorvaldur um það gera. Síðan fóru menn heim af fundinum. Þá fór Þorgrímur á Laugaland og hafði þar eigi fleiri kýr of sumarið en tíu. Það sumar fór Vigfús utan og Sölvi og urðu þeir ekki við riðnir síðan þessum málum. Of sumarið um engiverk kom Hallur prestur sunnan á Laugaland og galt Þorgrímur Halli presti það er eyðst hafði um veturinn í búinu. Síðan fór Hallur prestur heim og voru vinir.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.