— ed. not skaldic
Not published: do not cite (Ljósv ch. 28)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Skip stóð uppi í Svarfaðardalsárósi er átti Kálfur hinn
kristni. Þorvarður ætlaði sér eigi heim og fór til skips. En
þeir frændur skildu eigi sem fyrr voru nefndir og höfðu tjald
á landi.
Þorvarður skoraði á Kálf um skipkaup en hann svarar: "Eigi er
um skipkaup fyrr ráðið. En þú skipir að helmingi því að þér
mun það best líka."
Þorvarður kvað svo vera skyldu. Hrafn þorði eigi eftir að
vera og vildi hann fara með Þorvarði. Eyjólfur spurði þetta
og íhugaði hvað látið var og reið í Hlíð til Þorkels vinar
síns og sagði honum að hann ætlaði að Þorvarði og drepa hann.
En hann lét illa yfir því að ganga á sættir og latti mjög og
sagði að þeir hefðu tjald á skipi. Eyjólfur kvaðst fara mundu
og kvaðst eigi nenna að engi kæmi mannhefnd fyrir bróður
sinn. En er menn komu í rekkjur þá var barið á hurð og gekk
bóndi út og kom inn aftur. Eyjólfur spurði hver kominn var.
Bóndi segir að sá var utan úr dalnum.
Eyjólfur mælti: "Hvað mun títt um Austmennina?"
Bóndi segir þá hafa utan látið. Eyjólfur kvað þá eigi orðið
hafa sem hann vildi og reið heim við svo búið. En tveim
nóttum síðar spurði hann að þeir höfðu eigi út látið og sagði
reiði á bónda og kvað hann rangt hafa við sig gert. Og er
Þorvarður spurði þetta sendi hann bónda tuttugu skjólna ketil
og stóðhross af Fornastöðum.
Síðan lögðu þeir Þorvarður skipinu út undir Hrísey. Byr var
engi en báturinn laus. Bátur fór þá innan frá landi. Þar var
rekkjumaður í skut.
Þá stóð maður upp á bátnum og mælti: "Hvort er sá maður hér á
skipi er Már heitir og hefir sér far tekið?"
Hann kvaðst þar vera.
Þá mælti maðurinn: "Tak þú við Þorvaldi hinum líkþrá frænda
þínum eða vér munum banna þér far."
Síðan tók hann við honum.
"Eg á fé á landi hjá mönnum," segir hann, "og skal eg með
hann þangað fara."
Síðan kom hann aftur og kvaðst séð hafa ráðstafa fyrir honum.
Síðan haustaði og gaf þeim eigi byr. Austmenn báru ráð sín
saman og kváðust mundu rýma skip eða láta Hall af skipi.
Þorvarður svarar: "Tökum annað ráð. Föstum þrjá daga og vitum
hvort guð sýnir eigi hvað veldur. Og fari hlutur í sveitir og
dæmum þann af skipi er hlýtur hvort sem er yðvar maður eða
vor."
Hlutir voru vígðir og kom upp hlutur þeirra Kálfs. En Már var
þar í sveit og kom hans hlutur upp. Síðan stefndu þeir honum
á land og kváðu honum illa mundu farið hafa við frænda sinn.
Honum fannst fátt um. En þar voru þau efni til að hann hafði
myrtan hann. Síðan vildu þeir drepa hann. En það var þó til
ráðs tekið að hann iðraðist og gaf hálfan hluta eigu sinnar
fátækjum mönnum en annan helming frændum mannsins.
Síðan héldu þeir undan Hrísey og kom þá skip af hafi. Það
átti Eldjárn Arnórsson kerlingarnefs og Þórlaugar
Víga-Glúmsdóttur.
Þá mælti Eldjárn til Þorvarðs: "Hafið eigi Hall í gegnum haf.
Fullboðið er oss þó."
Þorvarður svarar: "Hvað er annað sæmilegra en að hann fari
utan með oss frændum sínum?"
Síðan gerði útnyrðing og kalt veður og heimtu þeir Þorvarður
upp akkeri sín og brast hnakkbandið.
Þorvarður bað nokkurn sýna atgervi sína "og farið til
Austmenn."
En þeir urðu eigi við búnir.
Þá sagði Hallur: "Eg em eigi sparandi til og fáið mér
snærið."
Síðan fór hann úr stakki sínum og kafaði niður. Kom hann svo
snærinu í akkerið svo að það náðist upp og fékk hann af þessu
gott orð.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.