— ed. not skaldic
Not published: do not cite (Háv ch. 12)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Svo er sagt að Hávarður snarast inn í skálann. Brann þar ljós
og var ljóst hið efra en dimmt hið neðra. Hann gekk þar þegar
að hvílugólfinu. Bar þá svo til að húsfreyja var ekki í sæng
komin, var í stofu og konur hjá henni. Var þá ekki læst
hvílugólfið. Hávarður slær flötu sverðinu á hurðina. Ljótur
vaknaði við og spurði hver harkaðist. Hávarður karl sagði til
sín.
Ljótur mælti þá: "Hví ertu hér Hávarður karl? Var oss sagt í
fyrra dag að þú værir að dauða kominn."
Hávarður svarar: "Annars dauða muntu fyrr spyrja. Kann eg að
segja þér víg bræðra þinna, Þorbjarnar og Sturlu."
Og er hann heyrir þetta hljóp hann upp í rúminu og grípur
ofan sverð er hékk yfir honum. Ljótur bað menn upp standa í
skálanum og taka til vopna. Hávarður hljóp þá upp í
hvílugólfið og hjó til Ljóts á öxlina vinstri en Ljótur brást
við hart og bar sverðið út af öxlinni og flusti ofan
handlegginn og af höndina í ölnbogabótinni. Ljótur hljóp fram
úr rúminu með brugðið sverðið og ætlaði að höggva til
Hávarðar. Þá var Eyjólfur upp kominn og hjó á öxlina hægri og
af höndina og felldu þeir þar Ljót. Þá var ys mikill í
skálanum. Vildu húskarlar Ljóts þá upp standa og taka til
vopna. Voru Þorbrandssynir þá inn komnir. Fengu menn þá
einstaka slög og skeinur.
Þá mælti Hávarður og bað húskarla vera sem kyrrasta, sýna
eigi illt af sér "ella drepum vér hvert mannsbarn á fætur
öðru."
Þykir þeim sá bestur að liggja sem kyrrastir. Var Ljótur fám
harmdauði þó að þeir hefðu verið með honum. Eftir það snúa
þeir út. Vildi Hávarður þar ekki að gera fleira. Þá komu þeir
á móti þeim, Torfi og Hallgrímur. Höfðu þeir þá ætlað til
inngöngu og spurðu hvað að hefði gerst.
Hávarður kvað þá vísu:
Snart gekk sonr, þá er sótti
Sunnar bliks að runni,
hvatr frá eg hjör brá, bitrum
blóðísi, Geirdísar.
Enn réð Eyjólfr minnast
eggleiks við kyn seggja,
geira Baldr, að gjalda
gunnblaks fyrra runnum.
Síðan gengu þeir ofan til skútunnar og heilsaði Þórhallur
þeim vel. Þá spurði Torfi Valbrandsson hvað nú skyldi að
hafast.
"Nú skal leita til trausts nokkurs. Þó að ekki verði hefndin
jafnmikil sem eg vildi þá munum vér þó ekki einhlítir til að
halda oss eftir þessi verk. Eru enn margir frændur
Þorbjarnar, þeir er mikils eru verðir. Þykir mér líkast að
leita til Steinþórs á Eyri. Hefir hann helst haft tilmæli við
mig ef eg þyrfti nokkurs við."
Allir þeir báðu hann fyrir sjá og sögðust það vilja gera er
hann vildi og eigi fyrr við skiljast en hann sæi ráð fyrir.
Eftir það halda þeir út á fjörðinn. Tóku þeir að spenna
árarnar en Hávarður settist við stjórn. Þá mælti Hallgrímur
og bað Hávarð kveða vísu nokkura.
Hávarður kvað þá vísu þessa:
Heldr höfum heiftir goldið,
Hallgrímr, saman allir,
vígs iðrumk þess þeygi,
þjóreks sonum stórar.
Urðu æski-Nirðir
oddregns of sök vegnir.
Ör þjóða veit eg eyði
inngjarna Þorbjarnar.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.