— ed. not skaldic
Not published: do not cite (Gr ch. 81)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Þorbjörn öngull sat nú heima í Viðvík og undi illa við er
hann gat eigi unnið Gretti. Og þá er liðin var vel vika síðan
er kerling hafði magnað rótina þá kemur hún að máli við
Þorbjörn og spurði hvort hann ætlaði ekki að vitja Grettis.
Hann sagðist í öngu jafnráðinn sem því "eða viltu finna hann
fóstra?" segir Þorbjörn.
"Eigi mun eg finna hann," segir kerling, "en sent hefi eg
honum kveðju mína og vænti eg þess að komið hafi til hans. Og
það þykir mér ráð að þú bregðir við skjótt og farir fljótt í
móts við hann ellegar mun þér eigi auðið verða að sigra
hann."
Þorbjörn svarar: "Svo marga hrakför hefi eg þangað farið að
þangað kem eg eigi. Er það ærið eitt að þau stórviðri ganga
að hvergi er fært hver nauðsyn sem á er."
Hún svarar: "Allráðlaus ertu er þú sérð eigi bragð til þessa.
Nú mun eg enn ráð þar til leggja. Far þú fyrst og afla þér
til manna og ríð út til Hofs til Halldórs mágs þíns og tak þá
ráð af honum. En ef eg ræð nokkuru um heilsufar Grettis, hvað
má þá kalla örvænt að eg ráði vindblöku þeirri er á leikur um
stundir?"
Þorbirni þótti verða mega að kerling sæi lengra en hann
ætlaði og sendi þegar eftir mönnum upp í hérað. Voru þar
skjót svör að öngvir þeir sem upp höfðu gefið sinn part vildu
nokkurn létta undir leggja, kváðu að Þorbjörn skyldu hafa
bæði eyjarhlut og atför við Gretti. Tungu- Steinn fékk honum
fylgdarmenn sína tvo, Hjalti bróðir hans sendi honum þrjá
menn, Eiríkur í Goðdölum sendi honum einn mann. Þá hafði hann
heiman sex menn. Riðu þeir tólf úr Viðvík út til Hofs.
Halldór bauð þeim þar að vera og spurði að erindum. Þorbjörn
sagði af hið ljósasta. Halldór spurði hver þetta hefði ráðið.
Hann sagði að fóstra hans fýsti hann mjög.
"Það mun eigi góðu reifa," sagði Halldór, "því að hún er
fjölkunnig en það er nú fyrirboðið."
"Ekki má fyrir öllu sjá um það," segir Þorbjörn, "en um skal
nú lúka á einnhvern hátt ef eg má ráða. Eða hversu skal eg
fara þess að eg komist í eyna?"
"Sjá þykist eg það," segir Halldór, "að þú treystir einhverju
en ei veit eg hversu gott það er. Nú ef þú vilt áfram halda
þá far þú út í Haganes í Fljót til Bjarnar vinar míns. Hann á
skútu góða. Seg honum orð mín að hann ljái þér skipið. Þaðan
mun sigla mega inn til Drangeyjar, en ósýn líst mér ferð yður
ef Grettir er ósjúkur og heill. Vitið þér það og víst, vinnið
þér hann eigi með drengskap, að nóga á hann eftirmálsmenn.
Drepið eigi Illuga ef þér megið annað. En sjá þykist eg að
eigi mun allt kristilegt í þessum ráðum."
Nú fékk Halldór þeim sex menn til ferðar. Hét einn Kár en
annar Þorleifur, þriðji Brandur. Eigi voru nefndir fleiri. En
þaðan fóru þeir átján út í Fljót og komu í Haganes og sögðu
Birni orðsending Halldórs. Hann kvað það skylt hans vegna en
sagðist ekki eiga Þorbirni vanlaunað en honum sýndist þetta
óraferð og latti mjög. Ekki létust þeir aftur mundu hverfa,
fóru til sjóvar og settu fram skipið og var þar reiðinn hjá í
naustinu. Bjuggust þeir nú til siglingar. Öllum sýndist þeim
ófært sem á landi stóðu.
Nú vinda þeir á. Tók skipið skjótan skrið og mikinn fram á
fjörðinn. En svo sem þeir komu aðallega fram á fjörðinn og á
djúpið hægðist veðrið svo að þótti aldrei of hvasst. Komu
þeir um kveldið er rökkvað var inn til Drangeyjar.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.