— ed. not skaldic
Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 245)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Þar á melnum sem Ólafur konungur hafði í jörðu legið kom upp
fagur brunnur og fengu menn bót meina sinna af því vatni. Var
þar veittur umbúnaður og hefir það vatn verið jafnan síðan
vandlega varðveitt. Kapella var fyrst ger og þar sett altarið
sem verið hafði leiðið konungsins en nú stendur í þeim stað
Kristskirkja. Lét Eysteinn erkibiskup þar setja háaltarið í
þeim sama stað sem leiðið hafði verið konungsins þá er hann
reisti þetta hið mikla musteri er nú stendur. Hafði og verið
í þeim stað háaltari í fornu Kristskirkju.
Svo er sagt að Ólafskirkja standi nú þar sem þá stóð sú eyðiskemma er lík Ólafs konungs var náttsett í. Það er nú kallað Ólafshlið er heilagur dómur konungs var borinn upp af skipi og er það nú í miðjum bænum. Biskup varðveitti helgan dóm Ólafs konungs, skar hár hans og negl því að hvorttveggja óx svo sem þá að hann væri lifandi maður í þessum heimi.
Svo segir Sighvatur skáld:
Lýg eg, nema Ólafr eigi
ýs sem kykvir tívar,
gæði eg helst í hróðri,
hárvöxt, konungs áru.
Enn helst þeim er son seldi,
svörðr, þann er óx í Görðum
hann fékk læs, af ljósum,
lausn, Valdimar, hausi.
Þórarinn loftunga orti um Svein Alfífuson kvæði það er Glælognskviða heitir og eru þessar vísur þar í:
Nú hefir sér
til sess hagað
þjóðkonungr
í Þrándheimi.
Þar vill æ
ævi sína
bauga brjótr
byggðum ráða.
Þar er Ólafr
áðan byggði,
áðr hann hvarf
til himinríkis
og þar varð,
sem vita allir,
kykvasettr
úr konungmanni.
Hafði sér
harðla ráðið
Haralds sonr
til himinríkis,
áðr seimbrjótr
að setti varð.
Þar svo að hreinn
með heilu liggr
lofsæll gramr
líki sínu,
og þar kná
sem á kvikum manni
hár og negl
honum vaxa.
Þar borðveggs
bjöllur knega
of sæng hans
sjálfar hringjast,
og hvern dag
heyra þjóðir
klukknahljóð
of konungmanni.
En þar upp
af altari
Kristi þæg
kerti brenna.
Svo hefir Ólafr,
áðr hann andaðist,
syndalaus
sálu borgið.
Þar kemr her
er heilagr er
konungr sjálfr,
krýpr að gagni,
en beiðendr
blindir sækja
þjóðar máls
en þaðan heilir.
Bið þú Ólaf,
að hann unni þér,
hann er guðs maðr,
grundar sinnar.
Hann um getr
af guði sjálfum
ár og frið
öllum mönnum.
Þá er þú rekr
fyr regin nagla
bókamáls
bænir þínar.
Þórarinn loftunga var þá með Sveini konungi og sá og heyrði þessi stórmerki heilagleiks Ólafs konungs, að af himneskum kröftum máttu menn heyra yfir hans helgum dómi hljóm svo sem klukkur hringdust og kerti tendruðust sjálf þar yfir altari af himneskum eldi.
En svo sem Þórarinn segir að til hins helga Ólafs konungs kom
her manns, haltir og blindir eða á annan veg sjúkir en fóru
þaðan heilir, getur hann ekki annars eða greinir, en það
mundi vera ótallegur fjöldi manna er heilsu fengu þá þegar í
upphafi af jartegnagerð hins helga Ólafs konungs. En hinar
stærstu jartegnir Ólafs konungs, þá eru þær mest ritaðar og
greindar og þær er síðar hafa gerst.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.