— ed. not skaldic
Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 84)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Það barst að uppstigningardag að Ólafur konungur gekk til
hámessu. Þá gekk biskup með prósessíu um kirkju og leiddi
konunginn en er þeir komu aftur í kirkju þá leiddi biskup
konung til sætis síns fyrir norðan dyr í kórnum. En þar sat
hið næsta Hrærekur konungur sem hann var vanur. Hann hafði
yfirhöfnina fyrir andliti sér.
En er Ólafur konungur hafði niður sest þá tók Hrærekur konungur á öxl honum hendinni og þrýsti.
Hann mælti þá: "Pellsklæði hefir þú nú frændi," segir hann.
Ólafur konungur svarar: "Nú er hátíð mikil haldin í minning þess er Jesús Kristur sté til himna af jörðu."
Hrærekur konungur svarar: "Ekki skil eg af svo að mér hugfestist það er þér segið frá Kristi. Þykir mér það mart heldur ótrúlegt er þér segið. En þó hafa mörg dæmi orðið í forneskju."
En er messan var upp hafin þá stóð Ólafur konungur upp og hélt höndunum yfir höfuð sér og laut til altaris og bar yfirhöfnina aftur af herðum honum. Hrærekur konungur spratt þá upp skjótt og hart. Hann lagði þá til Ólafs konungs saxknífi þeim er rýtningur er kallaður. Lagið kom í yfirhöfnina við herðarnar er hann hafði lotið undan. Skárust mjög klæðin en konungur varð ekki sár. En er Ólafur konungur fann þetta tilræði þá hljóp hann fram við á gólfið.
Hrærekur konungur lagði til hans annað sinni saxinu og missti hans og mælti: "Flýrð þú nú Ólafur digri fyrir mér blindum."
Konungur bað sína menn taka hann og leiða hann út úr kirkju og svo var gert.
Eftir þessa atburði eggjuðu menn Ólaf konung að láta drepa Hrærek "og er það," segja þeir, "hin mesta gæfuraun yður konungur að hafa hann með yður og þyrma honum, hverigar óhæfur er hann tekur til, en hann liggur um það nótt og dag að veita yður líflát. En þegar er þér sendið hann á brott frá yður þá sjáum vér eigi mann til þess að svo fái gætt hans að örvænt sé að hann komist í brott. En ef hann verður laus þá mun hann þegar flokk uppi hafa og gera mart illt."
Konungur svarar: "Rétt er það mælt að margur hefir dauða tekið fyrir minni tilgerðir en Hrærekur en trauður em eg að týna þeim sigri er eg fékk á Upplendingakonungum er eg tók þá fimm á einum morgni og náði eg svo öllu ríki þeirra að eg þurfti einskis þeirra banamaður verða því að þeir voru allir frændur mínir. En þó fæ eg nú varlega séð hvort Hrærekur mun fá mig nauðgaðan til eða eigi að eg láti drepa hann."
Hrærekur hafði fyrir þá sök tekið hendinni á öxl Ólafi
konungi að hann vildi vita hvort hann var í brynju.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.