— ed. not skaldic
Not published: do not cite (HSig ch. 2)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Eftir um vorið fengu þeir sér skipan og fóru um sumarið
austur í Garðaríki á fund Jarisleifs konungs og voru þar um
veturinn.
Svo segir Bölverkur:
Mildingr, straukstu um mækis
munn er lést af gunni.
Holds vannst hrafn um fylldan
hrás. Þaut vargr í ási.
En gramr, né eg frá fremra
friðskerði þér verða,
austr varstu ár hið næsta,
örðuglyndr, í Görðum.
Jarisleifur konungur tók vel við þeim Haraldi. Gerðist
Haraldur þá höfðingi yfir landvarnarmönnum konungs, og annar
Eilífur, sonur Rögnvalds jarls.
Svo segir Þjóðólfur:
Eitt höfðust at,
Eilífr þar er sat,
höfðingjar tveir.
Hamalt fylktu þeir.
Austr-Vindum ók
í öngvan krók.
Vara Læsum léttr
liðsmanna réttr.
Haraldur dvaldist í Garðaríki nokkura vetur og fór víða um
Austurveg. Síðan byrjaði hann ferð sína út í Grikkland og
hafði mikla sveit manna. Þá hélt hann til Miklagarðs.
Svo segir Bölverkur:
Hart kníði svöl svartan
snekkju brand fyr landi
skúr, en skrautla báru
skeiður brynjaðar reiði.
Mætr hilmir sá málma
Miklagarðs fyr barði.
Mörg skriðu beit að borgar
barmfögr hám armi.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.