— ed. not skaldic
Not published: do not cite (Yng ch. 21)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Yngvi og Álfur voru synir Alreks er konungdóm tóku í Svíþjóð
þar næst. Var Yngvi hermaður mikill og allsigursæll, fríður
og íþróttamaður hinn mesti, sterkur og hinn snarpasti í
orustum, mildur af fé og gleðimaður mikill. Af slíku öllu
varð hann frægur og vinsæll.
Álfur konungur bróðir hans sat að löndum og var ekki í
hernaði. Hann var kallaður Elfsi. Hann var maður þögull,
ríklundaður og óþýður. Móðir hans hét Dageiður dóttir Dags
konungs hins ríka er Döglingar eru frá komnir. Álfur átti
konu er Bera hét, kvinna fríðust og skörungur mikill,
gleðimaður hinn mesti.
Yngvi Alreksson var þá enn eitt haust kominn úr víkingu til
Uppsala og var þá hinn frægsti. Hann sat oft við drykkju
lengi um kveldum. Álfur konungur gekk oft snemma að sofa.
Bera drottning sat oft á kveldum og hjöluðu þau Yngvi sín í
millum. Álfur ræddi oft um, bað hana fara fyrr að sofa, sagði
að hann vildi ekki vaka eftir henni. Hún svarar og segir að
sú kona væri sæl er heldur skyldi eiga Yngva en Álf. Hann
reiddist því mjög er hún mælti það oft.
Eitt kveld gekk Álfur inn í höllina þá er þau Yngvi og Bera
sátu í hásæti og töluðust við. Hafði Yngvi um kné sér mæki.
Menn voru mjög drukknir og gáfu engan gaum að er konungurinn
kom inn. Álfur konungur gekk að hásætinu, brá sverði undan
skikkju og lagði í gegnum Yngva bróður sinn. Yngvi hljóp upp
og brá mækinum og hjó Álf banahögg og féllu þeir báðir dauðir
á gólfið. Voru þeir Álfur og Yngvi heygðir á Fýrisvöllum.
Svo segir Þjóðólfur:
Og varð hinn
er Álfr um vó,
vörðr véstalls,
um veginn liggja,
er döglingr
dreyrgan mæki
öfundgjarn
á Yngva rauð.
Vara það bært
að Bera skyldi
valsæfendr
vígs um hvetja
þá er bræðr tveir
að bönum urðust
óþurfendr
um afbrýði.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.