— ed. not skaldic
Not published: do not cite (Yng ch. 8)
The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Óðinn setti lög í landi sínu, þau er gengið höfðu fyrr með Ásum. Svo setti hann að alla dauða menn skyldi brenna og bera á bál með þeim eign þeirra. Sagði hann svo að með þvílíkum auðæfum skyldi hver koma til Valhallar sem hann hafði á bál, þess skyldi hann og njóta er hann sjálfur hafði í jörð grafið. En öskuna skyldi bera út á sjá eða grafa niður í jörð en eftir göfga menn skyldi haug gera til minningar en eftir alla þá menn er nokkuð mannsmót var að skyldi reisa bautasteina og hélst sjá siður lengi síðan. Þá skyldi blóta í móti vetri til árs en að miðjum vetri blóta til gróðrar, hið þriðja að sumri. Það var sigurblót.
Um alla Svíþjóð guldu menn Óðni skatt, pening fyrir nef hvert, en hann skyldi verja land þeirra fyrir ófriði og blóta þeim til árs.
Njörður fékk konu þeirrar er Skaði hét. Hún vildi ekki við hann samfarar og giftist síðan Óðni. Áttu þau marga sonu. Einn þeirra hét Sæmingur.
Um hann orti Eyvindur skáldaspillir þetta:
Til Sæmings taldi Hákon jarl hinn ríki langfeðgakyn sitt.
Þessa Svíþjóð kölluðu þeir Mannheima en hina miklu Svíþjóð kölluðu þeir Goðheima. Úr Goðheimum sögðu þeir mörg tíðindi.
Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.
Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.
The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.
This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.
This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.