Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Svarfdœla saga (Svarfd) - 31

Svarfdœla sagaSvarfdV

Not published: do not cite (SvarfdV)

29 — Svarfd ch. 29

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Svarfd ch. 29)

Þegar byri gaf siglir Karl til Írlands og hefir frétt af hvar Skíði var. Hann hafði þá unnið undir sig mikinn hluta af Írlandi. Karl kom þar landi sem Skíði var fyrir. Hann var þar genginn á land berjast við Íra og ætlaði þá skyldi til skarar skríða með þeim. Þá er Karl kom til orustu var Skíði búinn flýja. Karl gengur þegar í lið með Skíða og hans menn og berjast þann dag allan og gekk Karl jafnan í gegnum lið Íra. Er og svo sagt hann felldi höfðingja þann er fyrir því liði var er Skíði hafði barist við og nálega allt það lið. Eftir bardagann gengur Skíði Karli og spyr hver honum hefði lið veitt. «Þessi maður hefur verið óvinur þinn mikill og heiti eg Karl son Karls hins rauða. Það var mest erindi mitt hingað veita þér lið og bæta þér svo sonu þína.» Þá fagnaði Skíði honum vel og býður honum allar sæmdir með sér þiggja. Skíði sagði: «Ei vannstu það framar drepa sonu mína en þú áttir, þó þú hefndir föður þíns.» Karl sagði: «Hér hefi eg Ingvildi fögurkinn konu þína.» Skíði svaraði: «Eg vil ei hún komi í augsýn mér. Eg hefi ekki verra verk unnið en það eg af henni hlaut er eg drap föður þinn.» Karl var þar um veturinn en Ingvildi var fengin önnur vist. Um vorið býst Karl burt af Írlandi með miklum sæmdum er Skíði fékk honum og skildust góðir vinir. Karl hafði Ingvildi með sér og heldur skipi sínu til Noregs og er þar vetur annan. Síðan hélt hann til Íslands og kom skipi sínu í Svarfaðardalsárós. hans stóð Upsum og annað á Grund og höfðu kvikfén mikið fram gengið hvorutveggi búinu. Karl reið upp til Hofs. Ljótólfur fagnar honum vel. Karl mælti: «Nú er hér komin Ingvildur fögurkinn. Vil eg þú takir með henni. Máttu gifta hana hverjum er þú vilt því öngum mun hún of stór þykjast.» Ljótólfur svaraði: «Þar er kona er eg vildi aldrei sjá því það verk hefi eg verst unnið er af henni leiddi til þá eg lét drepa föður þinn.» Karl sagði: «Nú vil eg þú skiptir með okkur. Vil eg taka við jafnmiklu sem þú tókst af mér en eg ætla þér ávöxt þann sem orðið hefir.» Ljótólfur svaraði: «Það eina stendur saman Upsum og á Grund eg ætla mér ekki af.» Karl sagði: «Gott þykir mér þiggja sæmdir af þér. eg þú gefur mér allan ávöxtinn.» Ljótólfur mælti: «Ríð til Upsa og tak þar við búi þínu.» Síðan sættust þeir heilum sáttum og héldu vel sína vináttu. Reið Karl til Upsa. Ljótólfur tók við Ingvildi fögrukinn og kunna menn það ei segja hvort hún hefir gift verið en sumir segja hún hafi tortýnt sér af óyndi. Ljótólfur bjó Hofi þar til er hann lést og fannst hann í óþokkadæl nokkurri á ofanverðum vellinum og stóð í gegnum hann saxið er gert var úr sverðinu Atlanaut er Klaufi hafði átt og Ljótólfur fékk eftir bardaga þeirra Karls hins rauða. Ljótólfur var færður suður og ofan á völlinn. Yfirgangur Klaufa gerðist svo mikill hann meiddi bæði menn og fénað. Karli þóttu mikil mein á um Klaufa frænda sinn er hann gekk aftur. Karl fór til haugs hans og lét grafa hann upp. Var hann þá enn ófúinn. Hann lét gera bál mikið á steini þeim sem er fyrir ofan garð Klaufabrekku og brennir hann til ösku. Karl lét gera blýstokk og koma í öskunni og rekur á tvo járnhanka. Síðan sökkur hann stokkinum í hver þann sem er fyrir sunnan garð á Klaufabrekku. Steinn er Klaufi var brenndur á sprakk sundur í tvo hluti og varð aldrei mein honum Klaufa síðan. Karl sat á Upsum lengi ævi og er það sumra manna sögn hann hafi utan farið og aukið þar ætt sína en fleiri segja hann hafi átt Ragnhildi Ljótólfsdóttur og mörg börn með henni. Böggvir hét son hans er bjó á Böggvisstöðum, annar Hrafn er bjó á Hrafnsstöðum. Ingvildur hét dóttir hans er bjó á Ingarastöðum. En er eyddist fyrir Karli þóttist hann ei búa mega Upsum fyrir kostnaðar sakir og sakir Ljóts Ljótólfssonar. Ljótur tók við mannaforræði eftir föður sinn og bjó á Völlum. Tók þá greinast með þeim Ljóti og Karli og vildi Karl víkja burt úr dalnum og segja menn hann hafi farið til Ólafsfjarðar og verið þar í elli sinni og hefir Karl sett þar sem heitir á Karlsstöðum og lét þar líf sitt og þótti hinn besti drengur. Margir menn eiga telja til Karls unga en Ljótur hafði mannaforræði um allan dalinn. Böðvar hyggjum vér búið hafi Urðum, sonur Eyjólfs Breiðhöfða er Urðamenn eru frá komnir. Eyjólfur breiðhöfði var sonur Þorgils mjögsiglanda. Margar eru sögur af Valla-Ljóti og var hann hinn mesti höfðingi. Ljótur lét drepa Eyglu-Halla bróður Karls unga. lýkur hér Svarfdæla sögu með þvílíku efni.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.