Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Þorgils saga skarða (Þorg) - 112

Þorgils saga skarðaÞorgIV

Not published: do not cite (ÞorgIV)

98 — Þorg ch. 98

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Þorg ch. 98)

Vetur þann er Þorgils var veginn átti Stað á Snæfellsnesi Böðvar og Sighvatur son hans. Var Böðvar þá gamall en Sighvatur ungur. Guðmundur bróðir Þorgils hafði verið á Miklabæ með honum um veturinn. Þá er tíðindi þessi spurðust vestur í sveitir þótti mönnum mikill skaði um Þorgils. Guðmundur reið norðan litlu eftir vígið og fann Hrafn. Bauð Hrafn honum til sín og hét honum vináttu og lét illa yfir vígi Þorgils. Þeir Sighvatur, Hrafn og Sturla fundust í Borgarfirði í Þingnesi á langaföstu. Þótti Sturlu Þorgilsi hinn mesti skaði og þótti sér eigi allmjög á óvart komið hafa. Þóttist hann Þorgils við því mest varað hafa trúa Þorvarði til fullnaðar. Sighvatur leitaði á Hrafn til liðveislu en hann fór undan alla vega og vildi í öngvu bindast og féll eigi með þeim margt. Um vorið í páskum söfnuðu þeir Sighvatur og Sturla mönnum. Fóru þeir þá með flokka norður til Skagafjarðar. Gaf þeim veðráttu svo illa menn vissu eigi dæmi til jafnhart vor væri. Þá var og sóttin mikla í Miðfirði. Fylgdarmenn Þorgils og bændur nokkurir í héraði stóðu upp með þeim. Þeir spurðu Þorvarður var á Grund. Riðu þeir þá norður Hraunárheiði og ofan Vaskárdal. Komu þeir á Grund nær náttmáli. Þorvarði hafði komið njósn um kvöldið eftir nón af Jóni í Glæsibæ. Hafði Þorvarður þegar brott riðið og út í Kaupang og ætlaði þegar norður af héraði því nær ekki gekk manna upp með honum. er þeir Sighvatur og Sturla komu á Grund voru þar brotnar upp hurðir og fannst Þorvarður eigi þar. Var þar farið heldur óspaklega. Menn höfðu hesta þrotna. Sighvatur vildi þegar ríða eftir Þorvarði. Var það ætlað hann mundi eigi lengra ríða en til Kaupangs. Reið Sighvatur ofan um nóttina eftir firði. Hafði hann nær fjóra tigi manna. Og er þeir komu í Kaupang var þeim sagt Þorvarður var riðinn út til Svalbarðs ef hann væri eigi á heiði riðinn. Menn sáu reið Þorvarðs. Riðu þeir Sighvatur þá eftir þeim en þeir urðu eigi meir en tíu. Varð þá aftur hverfa. Þorvarður reið norður en Sighvatur reið á Grund og sat þar nokkurar nætur. Þá kom norðan Ólafur prestur Kráksson. Var hann sendur af Þorvarði leita um sættir. Lét Þorvarður allsáttgjarnlega. Var þá fundur lagður við fjörðinn á Gásaeyri og grið sett. Kom þar til Eyjólfur ábóti og flestir hinir bestu héraðsbændur. Þorvarður kom fjölmennur. Voru með honum Reykdælir og Fnjóskdælir. Var þá rætt um sætt, málin skyldu fara í dóm undir jafnmarga menn. En Brandur ábóti var þar til yfirsýndar. Skyldi Þorvarður þá eigi sitja í héraði. Riðu þeir Sturla og Sighvatur vestur heim. Þorvarður reið á Grund og dvaldist þar skamma stund. Reið hann síðan austur í fjörðu. Varð hann aldrei síðan höfðingi yfir Eyjafirði. Loftur Hálfdanarson tók þá við búi á Grund. Stóð þetta mál þá kyrrt. Dróst fundur undan og varð engi á því sumri.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.