Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

102 — Ísls ch. 102

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 102)

er segja frá Sighvati Eiríkur greifi njósnarmaður Styrmis kom á Grund og annar maður með honum síð um kveld. Sat Sighvatur í rúmi sínu og hafði tuglaskinnfeld á herðum og lambskinnskofra á höfði sér svartan. Þeir Eiríkur voru spurðir tíðinda en þeir sögðu liðsdrátt úr Skagafirði og sögðu þeir Kolbeinn og Órækja mundu þar koma um nóttina með ófriði. En Sighvatur dæsti við og kvað slíkt ekki gegna mundu og varð þá ekki skjótlegt um ráðagerð hans. Halldóra húsfreyja gekk þá til hans og kvað einsætt senda eftir mönnum. Sighvatur bað hana eftir senda ef henni líkaði. Sendi hún þá menn þegar út til Kaupangs og var þaðan sent norður á Grenjaðarstaði til Kolbeins en safnaði mönnum hið neðra um hérað er þannig var sendur. Annan mann sendi Halldóra upp í hérað í Saurbæ. Safnaði Þorvarður þá mönnum hið efra um hérað. Þorgils Hólasveinn kom fyrstur með fjóra tigu manna og allir bændur inn í Eyjafirði voru komnir er alljóst var. Sighvatur var þá í blám kyrtli og hafði stálhúfu á höfði og öxi rekna í hendi. Var hann þá miklu hermannlegri en um kveldið er njósnarmenn komu. Gerði hann þá menn á hestvörð upp á Skjálgdalsheiði en aðra út með firði. Spurðist þá skjótt þeir Kolbeinn höfðu aftur horfið. Fóru þá bændur heim en Sighvatur hafði fjölmennt og varðhöld sterk. En er Sighvatur spurði setur voru í Skagafirði hafði hann setu á Grund og kostaði einn allt til en bændur ekki af sínu. Og leið svo fram á föstuna.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.