Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

100 — Ísls ch. 100

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 100)

Kolbeinn ungi bjó á Flugumýri. Hann var höfðingi mikill og hafði mikla sveit um sig röskra manna. Með þeim Sighvati var þá rénan mikil vináttunnar og voru þeir margir er verr gengu á milli en skyldi. Hljópu þeir til Kolbeins er óspektir gerðu í Eyjafirði en hinir til Sighvats er vestur gerðu óspektir í sveitum Kolbeins. Í þann tíma voru í Skagafirði margir stórbændur og voru flestir vinir Sighvats: Kálfur Guttormsson á Miklabæ, Hallur í Glaumbæ, Illugi Barði, Björn í Ási, Jón Markússon á Hjaltastöðum. Hann var þá prestur, vitur maður og farinn vel. Einar hét maður skálphæna. Hann var þar sveitarmaður og lét til allra manna vel, hafði verið vin biskups og flestra mótstöðumanna hans. Þenna vetur fór orðasveimur mikill milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Það var eitt sinn á Flugumýri Einar skálphæna kom máli við Kolbein og sagði hann kynni segja honum þá hluti er honum var munur undir vita. Kolbeinn spurði hvað það var. Það er ótrúnaður er bændur höfðu til hans þar í héraði ef hann ætti málum skipta við Sighvat. Kolbeinn blótaði og sagði hann ljúga. Einar svarar: Hér gera raun til. Jón Markússon sagði mér svo þeir Kálfur Guttormsson og Önundur Þorgrímsson hafa bundist í því draga bændur undan þér ef Sighvatur kemur í hérað og þurfir þú manna við. En eg mun senda orð Jóni Markússyni og inna upp fyrir honum svo þú heyrir ef þú ert í nokkurum leyndum stað. Þessu játar Kolbeinn og er svo gert ráð Einar skal senda eftir Jóni og skulu þeir talast við í litlustofu en Kolbeinn skal vera í kjallaranum undir niðri og heyra tal þeirra. Sendir Einar eftir Jóni en er hann fer í garð ríða fylgdarmenn Kolbeins úr garði. Ísar Pálsson reið með vopn Kolbeins og klæði. En er Jón kom gengu þeir Einar í litlustofu. Innti Einar þá upp en Jón sannaði. Þótti Jóni Einar of hámæltur og mælti þó engu skörulega í mót því er Einar innti. Menn Kolbeins sneru þegar aftur er Jón var genginn í stofuna og stóðu þá fyrir stofudyrum. Kolbeinn hljóp þá upp úr kjallaranum með blóti og kvað Jón þess verðan hann væri drepinn. Hljópu fylgdarmenn hans þá í stofuna. Naut Jón þess í það sinn er hann komst heill í brott er hann var prestur.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.