This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

56 — Ísls ch. 56

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 56)

Íslsag Þetta sumar lét Snorri Sturluson lýsa hernaðarsök á hendur Þorvaldi. Fór með málið Órækja Snorrason. Var hann þá átján vetra gamall. Varð Þorvaldur á þinginu sekur skógarmaður og sekt hans allt og goðorð. Þóttu þetta mikil tíðindi og horfðist til mikils vanda. En eftir þingið kom Sighvatur Sturluson til Sauðafells. Þar kom þá og Þorvaldur Vatnsfirðingur og sótti Sturla föður sinn því hann kæmi sættum á með þeim Þorvaldi og Snorra, þeim er Þorvaldur mætti vel við una. Fór Sighvatur þá suður í Stafaholt á fund Snorra og leitaði eftir hvern veg það mætti verða Snorri hefði sæmd af þessum málum en Þorvaldur yrði alsýkn saka afarkostalaust en Sturla hefði slíka sæmd af sem hann beiddi. Sighvatur reið í Stafaholt en bað þá Þorvald og Sturlu ríða degi síðar og senda mann áður til sín áður en þeir kæmu á bæinn og svo gerðu þeir. En er sendimaður Sturlu kom í Stafaholt bað Sighvatur þá heim ríða og sagði Snorra í góðu skapi, lést vænta vel mundi takast. Snorri gengur út á móti þeim og tók við Sturlu sem frændsamlegast en við Þorvaldi sem hann væri vin hans fyrir Sturlu sakir. Voru þá grið sett sem Snorri ráð til. Þar voru þeir tvær nætur í allgóðum fagnaði. En þær urðu málalyktir sem Sturla kvað Snorri skyldi skipa einn en Þorvaldur skyldi vera alsýkn. Það voru undirmál með þeim bræðrum hvorki skyldi gera mannaforráð. Eftir þetta ríða þeir Sighvatur sunnan í Dali. En skilnaði við Þorvald veittu þeir feðgar honum sæmilegar gjafir. Hét Þorvaldur því vera slíkur vin Sighvats sem þeir Sturla höfðu áður bundið með sér áður þeir skildu í Saurbæ. Herti Sighvatur Þorvaldi hann skyldi selja Jónssonum grið svo þeir mættu sitja í búum sínum og var Þorvaldur alltregur þess en fór það fram og skildust með kærleikum. Tók Þorvaldur við goðorði sínu og fór heim síðan. Sturla reið til Eyjafjarðar með föður sínum og var hann þann vetur á Grund með Sighvati og Solveig kona hans. Jón Ófeigsson bróðir Eyjólfs Kárssonar fékk Guðrúnar dóttur Odds á Álftanesi og var hann oft suður þar og var með Snorra í góðu yfirlæti. Vetur þann er Sturla var á Grund lét Jón Ófeigsson drepa tvo menn í Víðidal þá er verið höfðu í Grímseyjarför með Sturlu. Þótti þetta Sturlu gert til fjandskapar við sig en Jón hafði traust af Snorra til þessa sem annars þess er hann gerði. Af slíkum tilfellum ýfðist heldur með þeim frændum Snorra og Sturlu. Í þenna tíma fór Þorvaldur Snorrason Oddi Álasyni og tók hús á honum og var það orð á hann mundi láta drepa hann. En við bæn Steinunnar húsfreyju fékk hann grið og þó með þeim kosti hann gerði af honum hundrað hundraða. Þenna vetur er Sturla var á Grund lét Þorvaldur fara vingjarnleg orð til Snorra og eftirleitan um mágsemd og samband og tók Snorri því sæmilega svo Þorvaldur þóttist skilja Snorri mundi unna honum hinna mestu sæmda er hann vildi vera skyldur þess gera hvað er Snorri legði fyrir hann hverigir sem í mót væru. En um vorið fór Þorvaldur til Borgarfjarðar og bað Þórdísar dóttur hans. Tók Snorri því vel og var konan föstnuð honum en boðið skyldi vera um haustið í Stafaholti. Þetta vor fór Sturla til bús síns og spurði nokkurn grun af vinum sínum og hvort Þorvaldur mundi vera jafn traustur vin hans sem þeir höfðu við mælst hið fyrra sumarið í Dölum allir samt og Sighvatur.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.