This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

55 — Ísls ch. 55

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 55)

Um vorið eftir páska kom Sighvatur norðan í Dali og Halldóra kona hans. Hann reið suður yfir heiðar og þeir níu, Sturla son hans og Brandur Jónsson. Sighvatur kom í Hruna. Var þar Keldna-Valgerður og Solveig dóttir hennar. Var þá talað bónorð Sturlu og laukst með því Þorvaldur Gissurarson hafði inni brúðlaup þeirra Solveigar. Þess er getið við þann dag er brúðlaupinu var setið Þorvaldur kallaði fram fyrir þá Sighvat börn sín, fyrst börn þeirra Jóru biskupsdóttur, og sagði honum þótti miklu máli skipta Sighvati litist vel á börnin. Sighvatur horfði á þau um hríð og sagði færri mundu mannlegri. Þá gengu Þóru börn fram og stóð Gissur fyrir þeim frammi og hélt Þorvaldur í hendur honum og mælti: Hér er ástin mín, Sighvatur bóndi, og það þætti mér allmiklu máli skipta þér litist giftusamlega á þenna mann. Sighvatur var um fár og horfði á hann langa stund en Gissur stóð kyrr og horfði einarðlega á móti Sighvati. Sighvatur tók þá til orða og heldur stutt: Ekki er mér um ygglibrún þá. Og er Sighvatur tók þannig þessu máli hvarf Þorvaldur af þessu tali. Veislan fór allvel fram og var veitt með miklum kostnaði og skildu þeir allir með blíðu. Þær mæðgur fóru vestur með Sturlu. Það er sagt Þorvaldur reið á leið með þeim við nokkura menn. Og áður þeir Sighvatur skildu stigu þeir af baki. Ræddu þeir þá margt um vináttu sína. Þá mælti Sighvatur: Þess vil eg biðja þig Þorvaldur við gætum svo til með sonum okkrum þeir héldu vel vináttu með frændsemi. Þorvaldur leit niður fyrir sig og heldur áhyggjusamlega og mælti: Gætt mun meðan við lifum báðir. Þetta virðist mönnum hin mesta spásaga því sem síðar varð því Þorvaldur var sálaður þá er Apavatnsför var. Eftir þetta fór Þorvaldur heim. En er Solveig kom til Sauðafells tók hún þar við búi. En Halldóra lét fylgja Vigdísi Gilsdóttur til Miðfjarðar er áður hafði verið frilla Sturlu. Þuríður hét dóttir þeirra. Sighvatur fór heim norður. Fár varð Snorri um er hann frétti kvonfang Sturlu og þótti mönnum sem hann hefði til annars ætlað. Sturla fór vestur til Saurbæjar fyrir þing og kom þar til móts við hann Þorvaldur Vatnsfirðingur. Var við tal þeirra Snorri prestur Narfason og Torfi prestur Guðmundarson. Lögðu þeir saman vináttu sína. Hét Þorvaldur því hann skyldi veita Sturlu við hvern sem hann ætti málum skipta á Íslandi og skiljast aldrei við hann en Sturla hét í mót veita Þorvaldi og setjast fyrir mál þau er Snorri og frændur hans höfðu á Þorvaldi. Festu þeir þetta með því Sturla lét Torfa prest ríða með goðorð sitt og beggja þeirra til þings og sýndu í því samband sitt.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.