Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

52 — Ísls ch. 52

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 52)

Þeir riðu snemma úr Mjóvafirði um hálsinn til Vatnsfjarðar helgan dag. Á hálsinum var á hestverði Þorfinnur kumli son Sela-Eiríks. Hann var hinn gildasti maður og hafði digran pansara. Þeir Ingimundur riðu eftir er þeir sáu hann. Þorfinnur ríður í keldu og gekk af hestinum. Ingimundur bað sína menn engan hlut eiga með þeim og vildi þeir ættust tveir við. En er Ásgrímur Bergþórsson kom til hann engi varð afburðurinn. Hann fór til og varðist Þorfinnur þeim allvel en vopn festi ekki á pansaranum. Þá kom Oddur Álason og vann á honum með þeim, hjuggu þeir þá á fætur honum og vógu hann síðan. Eftir það riðu þeir heim á bæinn. Þorvaldur var þá genginn til messu og hans menn og fóru þeir úr kirkjunni og komust á skip nauðulega. En Hrafnssynir og Jónssynir riðu ofan í fjöruna og skorti þar eigi stór orð og eggjan er hvorir mæltu til annarra. Þorvaldur fór þá út eftir firði en Jónssynir heim í Vatnsfjörð og gerðu ráð sín. Vildu Hrafnssynir þeir færu út í Arnarfjörð og efldu þar setu en Jónssynir vildu þeir færu allir á Hóla og byggjust þar fyrir, kölluðu þaðan gott veita áhlaup til Ísafjarðar. En þeir urðu á ekki sáttir og lauk með því Hrafnssynir fóru út í fjörðu en Jónssynir á Reykjanes og varð þeirra félag ekki síðan. Þorvaldur fór norður til Aðalvíkur og vissu fáir menn hvar hann var niður kominn. Jónssynir bjuggust fyrir á Hólum og höfðu þangað haft skjöldu Þorvalds.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.