Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

37 — Ísls ch. 37

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 37)

Í þenna tíma réðst Sighvatur Sturluson norður til Eyjafjarðar og var hinn fyrsta vetur á Möðruvöllum í Hörgárdal með Sigurði mági sínum Ormssyni. Annan vetur átti hann við hann. Eftir það keypti hann Grundarland í Eyjafirði með því móti Runólfur prestur er þaðan var vígður til ábóta gekk í skuldina fyrir Kálf Guttormsson og galt fyrir landið. En Sighvatur gerði þá á Grund og bjó þar til elli. Kálfur Guttormsson keypti Miklabæ í Skagafirði og bjó þar meðan hann lifði. Í þenna tíma voru í Eyjafirði margir stórbændur og ýfðust þeir heldur við Sighvat. Þótti þeim hann eiga þar hvorki í héraði erfðir óðul. Þá bjó Jón Örnólfsson á Möðruvöllum en Þorvarður bróðir hans í Miklagarði. Hann átti sverð það er Brynjubítur var kallaður. Það hafði Sigurður grikkur úr Miklagarði en Sveinn Jónsson sveitarbót hafði það í Víðinesi og hjó með stórt. Synir Sighvats, Tumi og Sturla, föluðu sverðið og náðu eigi kaupa en Þorvarður dróst á ljá Sturlu sverðið og fórst það fyrir. Þá var Sturla átján vetra gamall er hann fór upp í Miklagarð og tveir eyfirskir menn komu í ferð hans. Þeir riðu durum og gekk Sturla inn en hinir sátu á baki úti. Sturla gekk til rúms bónda og tók sverðið og gekk í anddyri og ætlaði sjá og bregður. Þá kom til prestur og þreif sverðið og vildi eigi brugðið væri. Kallaði hann þá á heimamenn. Kom þá Þorvarður bóndi og bað hann eigi taka sverðið. Sturla bað hann ljá sér. Þorvarður kvað hann eigi svo með fara þess væri von og kvað hann með engu móti skulu það. Drifu þá heimamenn, konur og karlar, og vildu allir á sverðinu halda og reiddi þá þvöguna út durunum. Var þá snarað af honum sverðið. Sturla hafði öxina Sveðju í handarkrika sér. Tók hann þá til hennar og reiddi hana upp og réð til Þorvarðs en hann gáði eigi hvort fram horfði á öxinni og kom hamarinn í höfuð Þorvarði og sprakk mjög fyrir en hausinn rifnaði. Féll Þorvarður í óvit og lengi sem dauður. Styrmdu heimamenn yfir honum en Sturla reið á brott og heim á Grund og förunautar hans. Sighvatur spurði tíðinda er hann kom heim. Sturla kvaðst engi segja. Förunautar hans sögðu Sighvati í hljóði hvað títt var. En er hann vissi það spurði hann Sturlu hvort það væri satt hann hefði vegið eða særðan hinn besta bónda er var í Eyjafirði. Sturla lést ætla því mundi verr hann mundi eigi dauður. Síðan tók Sighvatur á hinum mestum hrakningum við Sturlu og hét hann honum brottför. Síðan átti Tumi hlut og segir þeir skyldu svo fleiri fara, þeir væru barðir, sagði reynt bændur mátti eigi með góðu tryggja. Snemma um morguninn var Sturla á fótum og gekk eftir gólfi. Sighvatur spurði hver þar væri. Sturla nefndi sig. Sighvatur bað hann ganga í lokrekkjuna til sín. Og er hann kom þar tók Sighvatur til orða: Ekki þykir mér þetta svo illa sem eg læt og mun eg um klappa eftir. En þú lát sem þú vitir eigi. Síðan sendi Sighvatur eftir Þorvarði í Saurbæ og fékk hann sætta þá og voru gervir þrír tigir hundraða og kom það seint fram.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.