This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

3 — Ísls ch. 3

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 3)

Eftir Einar Þorgilsson áttu arf taka systur hans. Þá hafði Þorvaldur Gissurarson fengið Jóru dóttur Klængs biskups og Yngvildar Þorgilsdóttur. Þeim var meinuð samvista af kennimönnum. Fór Þorvaldur utan nokkuru síðar og leyfði erkibiskup þau skyldu ásamt vera tíu vetur þaðan frá en liðnum tíu vetrum skyldu þau skilja hvort er þeim væri það blítt eða strítt en þau unnust allmikið. Og þó játar Þorvaldur þessu. Yngvildur var með Þorvaldi þá er Einar var veginn og sótti hún hann eftirmáli. Þorvaldur fór á fund Jóns Loftssonar og leitaði ráða og liðveislu. Jón svarar: Það eitt var vinfengi okkað Einars mér er fyrir þá sök engi vandi á þessu máli. En þó þykir mér í óvænt efni komið ef það skal eigi rétta er skillitlir menn drepa niður höfðingja og vil eg því heita þér minni liðveislu of þetta mál þá er til þings kemur. Of vorið fóru þeir Þorvaldur og Magnús bróðir hans vestur í Fjörðu. Og er þeir komu í Breiðafjörð kom norðan úr Miðfirði Kálfur Snorrason til móts við þá. Þeir fóru vestur í Saurbæ og bjuggu til vígsmálið. Þá færðu þeir Salbjörgu nauðga í brott af Staðarhóli. Þorgils Gunnsteinsson tók þá þar við staðnum og ómögum. Þeir Þorvaldur fóru þá í Hvamm og stefndu þar nokkurum mönnum um bjargir. Þar var Böðvar fyrir og bauð þeim til dagverðar því þá var illt til matar í héraði. Það var hið illa vor kallað. Þorvaldur þakkaði honum boðið og lést vita búrisnu hans en kveðst þó eigi vilja þar mat hafa. Þeir Þorvaldur voru átján saman og gengu allir suður og sunnan. Þessi mál fóru til þings og var Ari hinn sterki fyrir svörum en þeir veittu honum Þorleifur beiskaldi og Böðvar. Urðu þeir Þorleikur og Snorri sekir og var gefið til farningar þeim. Þar var sæst á öll mál þau er til voru búin og gekk Þorleifur beiskaldi til handsala fyrir Ara og greiddi upp mikið. Það sumar brá Ari til utanferðar en Stað seldi hann í hendur Þórði Sturlusyni og gifti honum Helgu dóttur sína. Þórður tók þar þá við búi og mannaforráði. Guðný seldi í Hvammi í hendur þeim manni er Oddur dignari hét. En þau Ari bæði réðust til skips vestur í Vaðil og fóru þar utan. Þar fóru þeir og utan Þorleikur og Snorri. Ari andaðist í Noregi. Hann gekk til með menn bera langskipsrá. En með því þeir vissu Ari var sterkari en aðrir menn þá hljópu þeir undan ránni en Ari lét eigi niður falla heldur. Eftir það tók hann sótt og andaðist. Síðan fór Guðný til Íslands og tók við búi sínu í Hvammi. Þórður Sturluson tók arf eftir Ara og þau Helga dóttir hans. Þórður bar eigi auðnu til fella þvílíka ást til Helgu sem vera átti og kom því svo skilnaður þeirra var ger. En Þórður tók þá til sín Hróðnýju Þórðardóttur er átti Bersi hinn auðgi Vermundarson og hélst þeirra vinátta lengi.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.