Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Prestssaga Guðmundar góða (PGG) - 33

Prestssaga Guðmundar góðaPGGIV

Not published: do not cite (PGGIV)

5 — PGG ch. 5

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (PGG ch. 5)

voru þeir Ingimundur og Guðmundur á Grenjaðarstöðum. Þá var hann tólf vetra og tók þá vígslur af Brandi biskupi til acolitatum. Vetri síðar vígði Brandur biskup hann til súbdjákns en fjórtán vetra til messudjákns. En hin fyrstu misseri var það til tíðinda þá var veginn Ingimundur Jónsson bróðir Karls ábóta og þau misseri fór Páll Þórðarson úr Vatnsfirði og Sveinn Sturluson með honum með fjölmenni til Helgafells og tóku Hallgerði Runólfsdóttur og Valgerði dóttur hennar. Önnur misseri eftir var veginn Helgi Skaftason á alþingi fyrir það er hann brenndi kaupskip fyrir Páli austmanni er kallaður var Brennu-Páll. En eftir vígið mælti Þorvarður Þorgeirsson og fékk sjálfdæmi af Austmönnum og fékk hann af því virðing mikla. Þau misseri andaðist Snorri Kálfsson á Mel. Þriðju misseri Klængur biskup og þá féll Eysteinn konungur á og Nikulás Sigurðarson. Og þau misseri voru skærur Arnórs Kolbeinssonar og Sveins Sturlusonar og hafði Sveinn riðið hitta konu þá er Arnór meinaði og reið Arnór eftir honum við sjöunda mann og barðist við hann Maríumessudag hinn síðara hjá Svínavatni. En þeir Sveinn voru tveir saman og var förunautur hans tekinn og haldinn en Sveinn hljóp Arnóri og hjó á hönd honum svo hann var óvígur. En þeir sóttu hann sex og þóttust ganga af honum dauðum en Sveinn varð heill sára sinna en Arnór lifði við örkuml síðan. Af þessum atburð skilja Kolbeini var ættgengt stilla lítt ákefð sína og reiði fyrir hátíðar sakir Maríu drottningar. Hin fjórðu misseri var vígður til biskups Þorlákur hinn helgi og þá tók Sverrir konungsnafn. Þá var Guðmundur sautján vetra.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.