Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Reykdœla saga (Reykd) - 39

Reykdœla saga

Not published: do not cite ()

28 — Reykd ch. 28

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Reykd ch. 28)

Maður er nefndur Auðgísl. Hann var frændi Þorbergs höggvinkinna og hinn mesti ónytjungur þótti hann vera. Hann kemur einhverju sinni á fund Þorbergs frænda síns og skorar á hann til nokkurra tillaga við sig. En Þorbergur kvað hann eigi verr til fallinn afla sér fjár en sig ef hann hefði þrifnað til en kveðst hann mundu til utanferðar honum ef hann vægi Skútu. En Auðgísl kveðst litlu verra eiga launa Skútu en honum en kvaðst þó nær mundu honum leggja ef hann vildi. Og setti hann sjálfur þau ráð til hann mun brjóta fatakistu Þorbergs og taka á brott feld hans og kyrtil og sverð en ganga síðan fyrir hann og heitast við hann sjálfan og taka meira ef hann vildi eigi þetta gefa honum en fara síðan til Skútu og biðja hann ásjá og sagði hann eigi gruna mundu ef hann færi þann veg með. Þorbergur kvaðst þetta þykja féfrekt en kveður þó líklegt svo mundi ganga og vill hann fyrir því þenna kost. Svo fer Auðgísl með sínu máli sem áður var frá sagt og kemur á fund Skútu og beiddi hann viðtöku og ásjá. Spurt hafði Skúta sönn var saga hans og tók hann við honum. Svo er sagt Skúta hafði látið gera sér lokrekkju. En þar var svo um búið ketill var upp yfir rekkjuna og reist upp haddan yfir katlinum og voru þar á festir hringar til þess eigi mætti svo koma rekkjunni Skúta yrði ekki var við. Af því var haddan upp reist hann vaknaði við ef hún félli. Og jarðhús átti hann undir rúmi sínu og annan jarðhússmunna í sauðahúsum sínum. Ekki vissu þetta fleiri menn en Skúta og fóstra hans er Sigríður hét væri þann veg um búið. Og svo unni hann henni mikið hann trúði henni einni vita með sér slíka hluti. En er Auðgísl hafði þar verið hálfan mánuð var það eina nátt Skúta gekk úr rúmi sínu og læsir hlemminn er hann kemur aftur til rúmsins og leggst niður. Síðan réð Auðgísl til er hann var sofnaður og sté í rekkjugólfið og þegar hljóp niður gólfið undir honum. Þá féll haddan á katlinum því hann hafði komið við festina. Og vaknar Skúta í því bili við þetta allt saman og leggur hann á Skútu miðjan en Skúta bregður upp fætinum og leggur hann í fótinn á honum. hljóp hann þegar upp og veitti honum banasár en tekur til sín gripina þá er Þorbergur hafði átt. Og eftir leitar hann við Þorberg ef þetta væri nokkuð af hans ráðum en hann kvað það fjarri fara og kvað Auðgísl hafa stolið frá sér gripunum og barið á honum á svo gert ofan. bjó Skúta þetta mál ekki til og féll þetta þar niður.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.