Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Reykdœla saga (Reykd) - 39

Reykdœla saga

Not published: do not cite ()

27 — Reykd ch. 27

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Reykd ch. 27)

er það fyrst segja Þorbergur höggvinkinni gerir heiman ferð sína til fundar við þann mann er Arnór hét, hann var og smíðaði skot um skála Skútu, og gaf honum hálft hundrað silfurs til hann skyldi leyna þeim mönnum þar í skotinu hjá sér er annar hét Játgeir en annar Eyjólfur. Þeir voru sekir menn og hafði Þorbergur þá sent til vinna á Skútu. Og var þetta kaup þeirra Arnórs og Þorbergs. Eigi var Skúta heima þá er Þorbergur hafði þar komið. Hann kemur heim og var honum vel fagnað sem líklegt var. Gengur Skúta til og lítur á smíðina Arnórs og hefir hann ekki vopna í hendi. Arnór telgdi þá með hnífi en tálgöxin þar hjá honum. hleypur ofan þilið og mennirnir fram. Þykist Skúta sjá bragð þeirra. Varð honum það fyrir hann þreif upp tálgöxina og hjó hann Arnór banahögg og kvað hann eigi oftar sig svíkja skulu. Og kallar Skúta á sína menn og segir þeim hvert vélræði var fyrir hann sett en húskarlar hans hlupu til og drápu flugumennina en Skúta hefir silfrið það er Arnór hafði haft af Þorbergi höggvinkinna. Þetta mál var til búið á hönd Þorbergi til Eyjarþings og var þar sæst á málið. Skal Þorbergur gjalda fyrir fjörráðið hálft hundrað silfurs en Þorbergur skal fara á brott þaðan úr sveitinni og til Lundarbrekku í Bárðardal og þótti þá líklegra til af mundi taka óþokkann milli þeirra ef þeir sætust eigi svo nær sem áður hafði verið. Og færir Þorbergur þegar sitt.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.