Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Víga-Glúms saga (Glúm) - 34

Víga-Glúms sagaGlúmV

Not published: do not cite (GlúmV)

27 — Glúm ch. 27

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Glúm ch. 27)

Narfi hét maður er bjó í Hrísey. Hann hafði átt Úlfeiði dóttur Ingjalds Helgasonar hins magra. Þeirra synir voru þeir Eyjólfur og Klængur, Þorbrandur og Þorvaldur. Allir voru þeir mikilhæfir menn, frændur Glúms. Þeir Klængur og Eyjólfur bjuggu eftir föður sinn í Hrísey. maður bjó í Haga er Þorvaldur hét og var kallaður menni og átti dóttur Þórðar Hrafnssonar frá Stokkahlöðu er Helga hét. Eitt vor kom Þorvaldur úr Haga við Hrísey á byrðingi og ætlaði halda til fengjar. Og er Klængur varð var við réðst hann til ferðar með honum. En er þeir komu út úr firðinum fundu þeir reyði nýdauða, keyrðu í festar og sigldu með inn eftir firðinum um daginn. Vildi Klængur flytja til Hríseyjar því það var skemmra en í Haga en Þorvaldur vildi til Haga flytja og lét það jafnrétt. Klængur segir eigi séu það lög flytja eigi þangað er næst eiga flutningarmenn land. Þorvaldur kveðst hafa rétt mæla og lét þá frændur Glúms ekki þurfa ganga á réttan hlut við þá «og hvað sem lög eru þá munu hinir ríkari ráða.» Þorvaldur var fjölmennri því sinni og tóku þeir af Klængi rekaldið nauðgum en hvortveggi þeirra var landeigandi. Klængur fór heim og undi illa við. Þorvaldur og þeir hlógu þeim Klængi og töldu þeir treystu eigi á halda. Einn morgun reis Klængur snemma upp og fór við fjórða mann inn í Haga, kom þar snemma svo er menn voru í svefni. Þá mælti Klængur: «Ráðs skulum vér leita. Hér eru naut hjá garði og skulum vér þau reka á húsin þar sem Þorvaldur hvílir undir og teygjum hann svo út.» Þeir gerðu svo og vaknar Þorvaldur, hleypur út. Klængur hleypur honum og veitti honum banasár, fór brátt síðan og treystist eigi þar lýsa víginu því þar var fyrir mannmart, fór heim út til eyjar og lýsti þar víginu. eiga eftirmálið Þórarinn og Þórður. Þeir kölluðu morð verið hafa. Og er þessi mál komu til þings sat Glúmur heima. En um þingið fór hann út í Fljót og í Svarfaðardal og bað liðs til féránsdóms og þó bað hann leyna þessi fyrirætlan. Klaufi Barði segir: «Víst viljum vér veita Glúmi lið.» Hann átti Halldóru dóttur Arnórs rauðkinns. Og margir hétu aðrir Glúmi sínu liði. fór Glúmur heim. Mál fóru fram á þingi. En eftir þingið búast þeir til féránsdóms og höfðu fjögur skip og þrjá tigu manna á hverju og réðu þeir Einar og Þórarinn og Þórður fyrir skipunum og komu innan eyjunni í næturelding og sáu reyk yfir húsunum og spurði Einar hvort þeim sýndist svo sem honum reykurinn væri eigi allblár. Þeir sögðu þeim sýndist svo. Einar sagði: «Svo líst mér á reykinn sem fjölmennt muni vera í húsunum og mun af mönnum leggja reykinn. En ef það er þá munum vér gera raun til og róa undan eyjunni þjóðsýnilega og munum vér þá vísir verða ef fjölmenni er í eyjunni.» Og svo gerðu þeir. En er eyjarmenn sáu þetta þá hljópu þeir út og til skipanna og lögðu eftir þeim. Og var Glúmur þar kominn með tvö hundruð manna og eltu þá inn allt Oddaeyri og varð eigi háinn féránsdómurinn og fengu þeir af óvirðing Eyfirðingar. Situr Glúmur um sumarið í búi sínu. Hann átti og helga haustþing en þingstöðin er fyrir austan fjörðinn skammt frá Kaupangi og fjölmenntu Eyfirðingar mjög en Glúmur hafði þrjá tigu eina manna. Margir töluðu við Glúm hann skyldi eigi fámennur fara. Hann segir: «Lifað mun hið fegursta en við það uni eg ekki hafa þeir eltan mig svo eigi færi eg réttleiðis.» Glúmur fór á skipi inn eftir firði og gekk á land og til búða. En þar eru melar brattir og lausgrýttir á milli fjarðarins og búðanna. En er Glúmur kom gagnvert búð þeirri er Einar átti þá hlupu menn frá búðunum og báru skjöldu þeim og hrundu þeim af melunum og féll Glúmur og veltist með skjöld sinn á eyrina ofan og varð ekki sár en þrjú spjót hafði fest í skildi hans. Þorvaldur tasaldi var þá kominn landi og Glúmi horfði þá óvænt og hljóp svo á land hann tók ár í hönd sér og rann í melinn upp og skaut árinni til Guðmundar ríka og kom á skjöldinn og gekk hann í sundur og kom árarhluturinn fyrir brjóst honum og féll hann í óvit og var borinn í fjórum skautum til búðar. Síðan eggjuðu hvorir aðra atgöngu og skutust á og börðust grjóti og varð hörð hríð og urðu margir sárir. Og allir sögðu á eina lund eigi mættu fáir menn vasklegar verjast en þeir Glúmur. Þeir Einar sóttu fast. Þá gengu menn í milli og lauk svo tveir menn féllu af Glúmi, Klængur Narfason og Grímur eyrarleggur bróðir Halldóru konu Glúms. Þá kvað Brúsi Hallason vísu þessa: Einar kvað vísu: Þá kvað Glúmur vísu í móti: Svo var sett málum í faðma féllst víg Klængs og Þorvalds úr Haga. Það var og jafnt látið víg Gríms eyrarleggs og áverki við Guðmund og undi Glúmur illa við málalok sem hann kvað í vísu þeirri er hann orti síðan:

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.