Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Víga-Glúms saga (Glúm) - 34

Víga-Glúms sagaGlúmV

Not published: do not cite (GlúmV)

7 — Glúm ch. 7

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Glúm ch. 7)

fer Glúmur út til Íslands og heim til Þverár. Og móður sína hitti hann brátt og fagnaði hún honum vel og sagði ójafnað þeirra feðga og bað hann þó hafa við þolinmæði en kvaðst til lítils um fær ganga þeim í móti. Síðan reið hann heim garði. Þá hann færður var garðurinn og gengið á hans hlut og þá kvað hann vísu: En það hafði orðið til tíðinda út hér meðan. Sigmundur óhægði Ástríði og vildi koma henni af staðfestu. Um haustið varð vant kvígna tveggja, er Glúmur hafði utan verið, þeim Þorkatli og Sigmundi og hugðu það stolið mundi vera og létu líklegasta til þræla er Ástríður átti og segja þá einætum etið hafa og stefndu þeim um vorið um stuld. En þessir þrælar voru miklu hollastir Ástríði fyrir umsjá og verknað. Hún þóttist varla mega búi sínu halda ef þeir færu frá og fer á fund Þorsteins sonar síns og segir honum hvern ágang þeir veita, biður hann svara fyrir þrælana: «Vil eg heldur bæta fyrir þá en þeir verði sekir um álygi ef eigi er betri föng á og þætti mér þú eiga vera brjóst fyrir oss og segjast svo í góða ætt.» Þorsteinn lést það ætla mál muni svo upp borið af þeirra hendi þeir munu ætla fylgja með afla mága sinna: «Sýnist mér það ráð ef þessir menn halda upp ráði þínu vér eigum hlut í fébótum þeim komi við.» Hún svarar: «Svo segir mér hugur um þær einar fébætur verði er oss mun meins í leitað. En fyrir því þar er til lítillar liðsemdar leita er þú ert mun verða leggja á þeirra vald.» En þau gæði fylgdu mest Þverárlandi, það var akur er kallaður var Vitaðsgjafi því hann varð aldregi ófrær. En honum hafði svo skipt verið með landinu sitt sumar höfðu hvorir. segir Ástríður þeim feðgum «mér líst þið viljið mjög fyrirkoma mínu ráði og sjáið það hér þrýtur forystu. En heldur en þrælar séu upp gefnir vil eg þetta mál leggja á ykkarn dóm.» Þeir kváðu það viturlegra ráð. Gera þeir ráð sitt. En var ráðagerð þeirra hafa sjálfdæmi fyrir þrælana eða sekja þá. En Þorsteinn fylgdi eigi betur málinu en þeir höfðu sjálfdæmi og gerðu til handa sér akurinn þeir skyldu hann einir eiga og ætla svo komast landinu öllu kippa undan þeirri stoð er áður hélt mest upp ráði hennar. Og það sumar er þá fór í hönd átti hún hafa akurinn ef réttu færi. En um sumarið er menn fóru til þings, er þessu máli var sett, þá fór nautamaður um haga og fann kvígurnar í einu jarðfalli og hafði fokið yfir öndverðan vetur og varð bert illmælið við þrælana. Og er þeir feðgar spurðu kvígurnar voru fundnar þá buðu þeir gjalda fyrir akurinn en þeir vildu eigi láta handsöl sín af akrinum. En Ástríður segir eigi muni þó of mikið koma fyrir illmælið þó hún hefði sitt «og vil eg annaðhvort hafa það er eg á eða missa. Þó vilja engir rétta málið, þá skal enn bíða og vænti eg Glúmur muni út koma og leiðrétta vort mál.» Sigmundur segir: «Seint til vonar mun erja. Situr í hjá er líklegri væri til þinna sona.» Hún segir: «Illa sest oft ofsinn Sigmundur og rangindi. Kann og vera það hendi þig.» Og litlu síðar sumars kom Glúmur út og er litla hríð við skip, fer til bús síns með auð fjár. En hið sama skaplyndi hafði hann sem fyrr, var fálátur og lét sem hann heyrði eigi það er gerst hafði út hér meðan. Hvern morgun svaf hann til dagmála og annaðist ekki um bú. Það sumar áttu þau Glúmur akurinn hafa ef réttu færi. Sigmundar gekk þeim meini mjög og var hvern morgun í túni þeirra. Einn morgun vakti Ástríður Glúm og sagði nautafjöldi Sigmundar var kominn í tún og vildi brjóta andvirki «en eg hefi eigi fráleik til reka í brott en verkmenn vinnu.» Hann svarar: «Lítt hefir þú mig til vinnu kvatt og skal eigi illa við verða.» Sprettur hann upp og tekur hest sinn og í hönd sér trélurk og keyrði nautin knálega og barði þau mjög þar til er þau koma í tún Þorkels og Sigmundar, lætur þau þar spilla sem þau vildu. Þorkell gætti heima andvirkis um morgna en Sigmundur fylgdi húskörlum. Þorkell mælti við Glúm: «Þess áttu von menn munu það eigi sitja þér ef þú meiðir manna þóttú þykist hafa framið þig utanlendis.» Glúmur kvað ómeidd vera öll naut hans «en ef þau koma oftar oss meini þá munu eigi öll ólamið og láttu þó vel yfir. Þú kemur því einu við. Munum vér og eigi lengur hafa mein af yðru.» Þá mælti Þorkell: «Stórlega lætur þú Glúmur. Slíkur glópaldi þykir oss þú sem þá er þú fórst utan og munum vér ekki vort ráð gera eftir geipun þinni.» Glúmur veik heim og setti honum hlátur og brá honum svo við hann gerði fölvan í andliti og hrutu úr augum honum tár þau er því voru lík sem hagl það er stórt er. Og þann veg brá honum oft við síðan þá er víghugur var á honum.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.