This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingaþættir (Anon)

not in Skj

prose works

Orms þáttr Stórólfssonar (OStór) - 14

Orms þáttr StórólfssonarOStórVIII

2017, ‘(Introduction to) Anonymous, Orms þáttr Stórólfssonar’ in Margaret Clunies Ross (ed.), Poetry in fornaldarsögur. Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages 8. Turnhout: Brepols, p. 602.

1 — OStór ch. 1

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (OStór ch. 1)

Hængur hét maður, son Ketils Naumdælajarls, en móðir Ketils jarls hét Hrafnhildur, dóttir Ketils hængs úr Hrafnistu. Hængur var göfugur maður. Hann varð í missætti við Harald konung Dofrafóstra af drápi Hildiríðarsona og því stökk hann úr landi. Hængur sigldi vestur í haf leita Íslands. Þeir urðu við land varir og voru fyrir sunnan komnir, sigldu upp í árós einn mikinn og lögðu við hið eystra land. á heitir Þjórsá. Þeir könnuðu víða landið. Hængur var hinn fyrsta vetur fyrir utan Rangá en um vorið nam hann land milli Þjórsár og Markarfljóts allt í milli fjalls og fjöru og bjó Hofi við Rangá hina eystri. Ingunn hét kona hans. Hún fæddi son um vorið er Hrafn hét. Hængur gaf land skipverjum sínum en seldi sumum og eru þeir landnámamenn kallaðir. Herjúlfur hét annar son Hængs. Hans son var Sumarliði. Helgi hét hinn þriðji. Vestar hét hinn fjórði. Hrafn Hængsson var fyrstur lögsögumaður á Íslandi. Hann bjó Hofi eftir föður sinn. Þórlaug var dóttir hans er átti Jörundur goði. Hinn fimmta son átti Hængur er Stórólfur hét. Hann er kallaður mestur sona hans en Hrafn göfgastur. Stórólfur átti Þórörnu systur Þorbjarnar skólms þess er var faðir Þórálfs. Stórólfur bjó Hvoli er síðan var kallaður Stórólfshvoll. Stórólfur var allra manna sterkastur og það var allra manna mál hann væri eigi einhamur. Hann var fróður maður og margvís. Var hann af því kallaður fjölkunnigur. Hann átti son við Þórörnu konu sinni er Ormur er nefndur. Hann var snemmendis bæði mikill og sterkur og vel íþróttum búinn því þá er hann var sjö vetra samvægði hann hinum sterkustum mönnum um afl og allar íþróttir. Ekki hafði hann ástríki mikið af föður sínum enda var hann honum ódæll og vildi ekki vinna en móðir hans unni honum mikið. Ekki lagðist Ormur í eldaskála. Óx hann upp þann veg er hann var tólf vetra gamall. Stórólfur var iðjumaður mikill og verksígjarn. Það var einn dag um sumarið Stórólfur lét færa hey saman og gengu fernir eykir. Stórólfur hlóð heyi en handfátt varð upp bera en honum þótti heldur regnlíkt gerast. Kallaði hann þá á Orm son sinn og bað hann til hjálpa og leggja upp heyið. Ormur gerði og svo. En er í tók draga skúrirnar gerðist Stórólfur mikilvirkur á heyinu og eggjaði Orm fast hann skyldi duga og neyta aflsins og sagði hann bæði slyttinn og linaflaðan og meir gefinn vöxtur en afl eða harka. Ormur reiddist og bar upp fúlguna alla á lítilli stundu og í því kom eykurinn. Greip Ormur þá upp hlassið og hestinn með öllum akfærunum og kastaði upp á heyið og svo snart Stórólfur karl féll út af heyinu og ofan í geilina. Varð það svo þungt fall brotnuðu í honum þrjú rifin. Stórólfur mælti þá: «Illt er eggja ofstopamennina, og er það auðséð þú munt ófyrirleitinn verða.» Mikil aflraun þótti þetta öllum mönnum af jafnungum manni sýnd.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.