Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Svarfdœla saga (Svarfd) - 31

Svarfdœla sagaSvarfdV

Not published: do not cite (SvarfdV)

27 — Svarfd ch. 27

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Svarfd ch. 27)

Þá reið Karl vestur til Skagafjarðar og keypti skip í Kolbeinsárósi þeim manni er Bárður hét og gerði félag við Bárð og réðst til skips þegar hann var búinn. Hann lét fara með sér Ingvildi fagurkinn og gerði hann það til skapraunar við hana en eigi fyrir ræktar sakir. Eftir það sigla þeir í haf og komu Þrándheimi. Bárður spyr hvað Karl ætlar fyrir sér. Karl svarar: «Eg vil afla mér fjár því langt er sumars eftir. Ætla eg halda til Danmerkur.» Bárður sagði: «Það líkar mér vel og vil eg fara með þér.» Þeir halda til Danmerkur og koma þar síð um haustið. Og er þeir hafa skamma stund þar verið koma tveir menn af landi ofan, miklir og illilegir. Og er þeir koma í kaupstefnu spurðu þeir hvort nokkur maður hefði ambátt selja þeim. Karl spurði hvað þeir mundu við gefa. «Það sem vill,» segja þeir. Karl sagði: «Á eg ambátt og mun ykkur dýr þykja og ei veit eg hvort þið getið þjáð hana því hún er óvön verknaði.» Þeir segjast mundu það ábyrgjast «og met þú hana,» sögðu þeir. Karl sagði: «Hún skal vera fyrir þrjú hundruð silfurs.» «Þess þyrfti,» sögðu þeir, «að hún ynni mikið og vel, svo dýr sem hún er og viljum við sjá hana.» Karl gengur á skip út og bregður sverði og spyr Ingvildi hvort fullt væri skarð í vör Skíða. Hún sagði það aldrei jafnfagurt verið hafa sem nú. «Þá skaltu ganga á land með mér,» sagði hann og tók í hönd henni og leiðir hana og sýnir þeim ambáttina. Þeir kváðust öngva ambátt jafnfagra séð hafa. Þeir töldu honum silfrið. Karl mælti: «Það vil eg skilja kaupa hana þvílíku verði ef mér sýnist.» Þeir sögðu: «Ekki muntu í raun koma um það og er það líkara vér sjáumst aldrei.» Síðan gengu þeir á land en hún sperrðist við og tók annar í hár henni og leiddi hana en annar hafði svipu í hendi og keyrði hana. Karl gengur til skips. Bárður spyr hvað hann vildi þeir legðu fyrir sig. Karl sagði: «Hér munum við í vetur vera.» Bárður spyr vori hvað Karl vildi hafast. Hann svarar: «Spurt hefi eg til víkings þess er Björgólfur heitir. Hann hefir langskip og lið vandað. Þar vil eg fara í sveit með honum og afla svo fjár og frægðar.» Bárður sagði: «Þá munum við skilja félagið því eg er enginn hermaður.» Karl mælti: «Þú skalt fara með skip okkart sem þú eigir en er við finnumst gerum við sem okkur sýnist.» skiljast þeir góðir vinir og fer Karl leiðar sinnar.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.