This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Svarfdœla saga (Svarfd) - 31

Svarfdœla sagaSvarfdV

Not published: do not cite (SvarfdV)

6 — Svarfd ch. 6

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Svarfd ch. 6)

Eftir þetta andast Þórólfur. Binda þeir sár sín og sofa af náttina. En um daginn eftir fóru þeir til drekans og ruddu hann búkum og blóði en fluttu fjárhlut í kastalann. Þar voru þeir viku og græddu sár sín. Þeir gerðu kistu líki Þórólfs. Kvað Þorsteinn hann þar ei jarða skulu. Þá er þeir þóttust færir tóku þeir eina róðrarskútu og höfðu af það er honum þótti best, héldu síðan til Svíþjóðar og höfðu lík Þórólfs með sér en allur þorri fjárins var eftir í kastalanum. Þeir komu þar við land í Svíþjóð er jarl einn réð fyrir Herrauður er nefndur. Hann var skammt á land upp. Þorsteinn gekk á land upp og til hallar jarls með ellefta mann og kom þar dagverðardrykkju. Dyrverðir sögðu það engan vana ókunnir menn gengju þar inn með vopnum í drykkjustofu jarls. Þorsteinn kvaðst ekki það hirða «og högg eg þar hvern sem kominn er ef þið farið ei frá.» Þeir fóru skjótt frá dyrunum því þeim sýndist maðurinn ógurlegur og þorðu ei fyrir standa. Síðan gekk Þorsteinn inn með alvæpni fyrir jarl og þeir ellefu saman. Þorsteinn kvaddi jarl. Hann tók vel kveðju hans og spurði hver hann væri. Hann kvaðst Þorsteinn heita og vera Þorgnýsson norðan úr Naumudölum. Jarl sagði: «Heyrt hefi eg þín getið þú sért ágætur maður og mun tíðindum gegna um þínar ferðir og gakk til sætis og drekkum báðir saman í dag og seg mér tíðindi og sit gegnt mér í öndvegi.» Þorsteinn gerir svo og drekka um hríð. Jarl spurði hvar Þorsteinn hafði herjað um sumarið. Þorsteinn sagði: «Ekki hefi eg víða herjað í sumar en við Ljót hinn bleika hefi eg barist fyrir skemmstu og látið fyrir honum alla mína menn utan þessa ellefu og þar með Þórólf bróður minn er eg mun aldrei bætur bíða.» «Slíks var von,» sagði jarl, «og er það mikil gæfa þú komst undan heill því engan veit eg þann verið hafa annan en þig.» Þorsteinn sagði: «Eg bið þér ljáið mér höll yðar og mínum mönnum. Vil eg drekka erfi eftir bróður minn og heygja hann hér með yðru lofi. Skal eg kosta til svo yður skaði ekki í því.» Jarl kvaðst það gjarnan vilja «af því eg hygg mína höll ei betur skipaða en þó þú skipir eða þínir menn.»

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.