Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Laxdœla saga (Laxd) - 108

Laxdœla sagaLaxdV

Not published: do not cite (LaxdV)

27 — Laxd ch. 27

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Laxd ch. 27)

Það er sagt einn dag þá er menn ganga til Lögbergs, þá stendur Ólafur upp og kveður sér hljóðs og segir mönnum fyrst fráfall föður síns, «eru hér margir menn, frændur hans og vinir. er það vilji bræðra minna eg bjóði yður til erfis eftir Höskuld föður vorn, öllum goðorðsmönnum því þeir munu flestir hinir gildari menn er í tengdum voru bundnir við hann. Skal og því lýsa engi skal gjafalaust á brott fara hinna meiri manna. Þar með viljum vér bjóða bændum og hverjum er þiggja vill, sælum og veslum. Skal sækja hálfsmánaðar veislu á Höskuldsstaði þá er tíu vikur eru til vetrar.» Og er Ólafur lauk sínu máli þá var góður rómur ger og þótti þetta erindi stórum skörulegt. Og er Ólafur kom heim til búðar sagði hann bræðrum sínum þessa tilætlan. Þeim fannst fátt um og þótti ærið mikið við haft. Eftir þingið ríða þeir bræður heim. Líður sumarið. Búast þeir bræður við veislunni. Leggur Ólafur til óhneppilega þriðjungi og er veislan búin með hinum bestu föngum. Var mikið til aflað þessar veislu því það var ætlað fjölmennt mundi koma. Og er veislu kemur er það sagt flestir virðingamenn koma þeir sem heitið höfðu. Var það svo mikið fjölmenni það er sögn manna flestra eigi skyrti níu hundruð. Þessi hefir önnur veisla fjölmennust verið á Íslandi en önnur er Hjaltasynir gerðu erfi eftir föður sinn. Þar voru tólf hundruð. Þessi veisla var hin skörulegasta öllu og fengu þeir bræður mikinn sóma og var Ólafur mest fyrirmaður. Ólafur gekk til móts við báða bræður sína um fégjafir. Var og gefið öllum virðingamönnum. Og er flestir menn voru í brottu farnir þá víkur Ólafur til máls við Þorleik bróður sinn og mælti: «Svo er frændi sem þér er kunnigt með okkur hefir verið ekki mart. vildi eg til þess mæla við betruðum frændsemi okkra. Veit eg þér mislíkar er eg tók við gripum þeim er faðir minn gaf mér á deyjanda degi. ef þú þykist af þessu vanhaldinn þá vil eg það vinna til heils hugar þíns fóstra son þinn og er kallaður æ minni maður er öðrum fóstrar barn.» Þorleikur tekur þessu vel og sagði sem satt er þetta er sæmilega boðið. Tekur Ólafur við Bolla syni Þorleiks. Þá var hann þrevetur. Skiljast þeir með hinum mesta kærleik og fer Bolli heim í Hjarðarholt með Ólafi. Þorgerður tekur vel við honum. Fæðist Bolli þar upp og unnu þau honum eigi minna en sínum börnum.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.