This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Króka-Refs saga (Krók) - 28

Króka-Refs sagaKrókV

Not published: do not cite (KrókV)

17 — Krók ch. 17

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Krók ch. 17)

er segja frá Haraldi konungi hann er staddur á þinginu sem fyrr var sagt. En meðan Narfi flutti fram sitt erindi þá lét konungur ekki sína ræðu falla og engi maður fann hann gæfi gaum hvað Narfi sagði. Og er hann hafði lyktað sínu erindi lét konungur blása til hljóðs og mælti síðan: «Hver var maður þessi oss ókunnur er stóð fyrir oss um hríð í blám kufli og svarðreip mikið um sig og spjót í hendi eða hvaðan er hann?» Menn sögðu þeir vissu aldrei hvaðan hann var, sögðu hann hafa verið þar í bænum nokkura daga og leigt þar skemmu eina og nefnst Narfi. Konungur mælti: «Hvað þótti yður hann segja?» Þeir kváðust það aldrei vita það væri annað en vitleysa og hégómi. «Vera svo sé,» segir konungur, «en ekki varð mér maður sjá lítill fyrir augum eða hvar er Skálp-Grani hirðmaður vor? Kalli hann fyrir mig.» Þeir gerðu svo og fundu hann ekki. Konungur mælti þá: «Verri efni munu í vera. Maður þessi tók svo til orðs: «Við Sverðhús-Grani urðum saupsáttir í dag. Hann vildi fjallskerða konu mína.» Þess get eg,» sagði konungur, «að hann muni átt hafa við hirðmann minn, Skálp-Grana, því skálpurinn er hús sverðsins. Mun hann hafa farið um herbergi leita sér kvenna. vera þá hafi fyrir orðið kona Narfa þessa. er drykkur á Íslandi er mysa heitir. Er það allt eitt, mysa og saup og drykkur. munu þeir hafa orðið missáttir. Hann sagði hann hafa viljað fjallskerða konu sína. Þar hefir hann viljað hvíla með henni því þá er kallað konur séu giljaðar en gilin eru fjallskörð. Þá kveðst hann stórkeralda hann í gegnum strábeygisauga. Það er rétt atkvæði, sáir eru þau keröld stór. Þá vitið þér vindur heitir strábeygir en vindauga á húsum og hefir hann séð hann um glugginn á herberginu er þau hafa saman átt. «Þá langhúsaði eg konungur,» sagði hann, «og þá langhúsaði hann.» Rann heitir langt hús og hefir þá hvortveggi þeirra runnið. Mun hann hafa hlaupið með skemmuveggnum hart er hann hefir séð sameignina. Það mun Grani heyrt hafa. vera þá hafi hann staðar látið nema athöfn þá er hann hafði. Mun hann þá hafa forðað sér. «Þá hreiðurballaði eg hann,» kvað hann. Þá mun hann hafa eggjað hann bíða því egg er hreiðurböllur. «En hann marghrossaði við.» En stóð hross heita og eru mörg saman jafnan. Mun hann þá hafa staðar numið. Þá kveðst hann fagurröggva hann «en hann skipskeggjaði við.» Skikkjur eru þær á Íslandi er feldir heita. Er það ýmist kallað á feldinum röggur eða lagður. mun hann hafa vikið svo til málinu kalla lagð. Mun hann þá hafa lagt í gegnum hann er hann kveðst fagurröggva hann. «En hann skipskeggjaði við.» Barð heitir á skipi. Þá mun hann barist hafa er hann var í fjörbrotunum. «Þá lynghnappaði eg hann undir skíðgarð einn,» sagði hann, «skammt í braut.» Byrður heitir lynghnappur og hefir hann þá borið hann undir skíðgarðinn. Þá kveðst hann hafa voðvirkt yfir hann síðan. Er það málsháttur á Íslandi konur lúka vef. Mun hann þá hafa hulið hann. vil eg,» sagði konungur, «að þér leitið þessum mönnum, bæði hinum vegna og svo vegandanum.» Gerðu menn sem konungurinn bauð. Fannst Grani dauður en Narfi fannst hvergi. Um morguninn lét konungur blása til móts og sagði svo: «Þau tíðindi urðu hér í gær því er betur slík eru sjaldan, er hirðmaður vor var veginn. Veit eg ekki þess íslensks manns von það mun þora gera hér undir handarjaðri vorum. mun eg geta til hver þessi maður er. Hér mun kominn sami Refur er Grænlendingum hefir gert mikið illbýli.» Eftir það nefndi konungur menn til leita þessa manns bæði á sjó og á landi. Fóru þeir eftir því sem konungur gerði ráð fyrir.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.