This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Hallfreðar saga (Hallfr) - 28

Hallfreðar sagaHallfrV

Not published: do not cite (HallfrV)

7 — Hallfr ch. 7

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Hallfr ch. 7)

Það var eitt sinni er Hallfreður var fyrir konungi hann mælti: «Leyfi vildi eg hafa í sumar sigla austur til Eyrar kaupferð.» Konungur segir: «Eigi skal það banna þér en svo segir mér hugur um eigi þér óannara aftur til mín en þér er í brott og mart mun yfir þig líða.» Hallfreður segir: «Til þess verður hætta.» Síðan fór Hallfreður á brott. Hann spurði Sigvaldi jarl var höfðingi mikill. Hallfreður kemur á fund hans og kvaðst hafa ort kvæði um hann. Jarl spyr: «Hver ertu?» Hann segir. «Ertu skáld Ólafs konungs?» «Svo er,» segir Hallfreður, «og vildi eg hljóð fá.» Jarl mælti: «Hví mun mér það eigi vel sama er Ólafi konungi líkar vel?» Hallfreður kvað kvæðið og var það flokkur. Jarl þakkaði honum kvæðið og gaf honum gullhring þann er hálfa mörk og bauð honum þar vera með sér. Hallfreður þakkaði honum boð «en til Svíþjóðar skal fyrst fara.» Jarl bað hann ráða. Það sama haust fór hann í Vík austur og brutu þar skipið austan fjarðar og týndu miklu fé. Þaðan fór Hallfreður til Konungahellu og dvaldist þar um hríð. Og einn dag er Hallfreður gekk úti kaupstefnu þá gekk maður í móti honum. Þeir kvöddust og spurði Hallfreður hver hann væri. Hann kvaðst Auðgísl heita og kominn vestan af Englandi «og skortir mig eigi eða er þetta Hallfreður vandræðaskáld?» Hann kvað svo vera. «Eg hefi frétt,» kvað Auðgísl, «að þú hefir hitt í fjártjón eða viltu slá kaupi við mig fara austur til Gautlands með mér til veturvistar en eg skal gefa þér tíu merkur silfurs til fylgdar því mér er sagt þín fylgd kaupandi?» Hallfreður kvaðst það vilja. Vegurinn var óhreinn og hurfu margir aftur. Þeir Hallfreður höfðu fimm klyfjahesta og einn ríða, fóru austur á markirnar. Og einn dag sáu þeir maður fór móti þeim. Þeir spurðu hver hann væri. Hann kvaðst Önundur heita. Hann var mikill vexti og kvaðst vildu fara með þeim ef þeir gæfu honum leigu nokkura, «eru mér hér vegir allir kunnigir.» Auðgísli kvaðst lítið um hann, lést eigi vita hver þegn hann væri. Hallfreður var eggjandi við honum væri tekið og það varð og skyldi hann hafa tólf aura silfurs. Hallfreður var þá sem gildastur en Auðgísl var við aldur. fóru þeir sem leið lá. Önundur fór fyrir um daginn og komu sæluhúsi um kveldið. Þá mælti Hallfreður: «Nú munum vér eiga þrenn verk og skaltu Önundur viða heim, þú hefir exi mikla. Auðgísl skal eld gera en eg skal vatn sækja.» Þá mælti Önundur: «Það er þá best viða ótæpilega til húss því margir þurfa eldiviðinn þeir er hér koma.» Hallfreður kvað það vel sagt. Þá mælti Auðgísl: «Fúsari væri eg taka vatnið en þú gerðir eld Hallfreður.» «Látum þá svo vera,» segir hann. Síðan kveikti hann eldinn en Önundur fór með byrði og gerði það hver er boðið var. Hallfreði þótti þeim seint verða. Hann grúfði eldinum og hafði kastað belti sínu á háls sér og var þar hnífur mikill er mönnum var þá títt hafa og var hnífurinn á bak honum. kemur Önundur inn með byrði. Hann hleypur þegar honum Hallfreði og hjó til hans tveim höndum með exinni og kom í tygilhnífinn. En Hallfreður greip til fóta honum og hét á guð og mælti: «Dugi þú mér Hvíta-Kristur ef þú ert svo máttugur sem Ólafur konungur segir. Lát eigi þenna mann stíga yfir mig.» Síðan réttist Hallfreður upp undir honum með fulltingi guðs og giftu Ólafs konungs. Tók hann þá Önund upp og rak niður svo mikið fall hann var í óviti og hraut exin úr hendi honum. Hallfreður hafði sax eitt lítið og brá því og þá vitkaðist Önundur. Hallfreður spyr: «Hefir þú drepið Auðgísl?» Hann kvað svo vera. Þá lagði Hallfreður saxinu í gegnum hann og dró hann út úr skálanum en byrgði síðan fast. Og um nóttina braust Önundur á hurðina en Hallfreður stóð við innan og gekk því til dags. Um morguninn fann Hallfreður Auðgísl dauðan við lækinn og tók af honum hníf og belti og hafði með sér. Hann bjó um Auðgísl eftir siðvenju. hann Önundur mundi verið hafa illvirkinn og drepið menn til fjár sér og það hús var auðigt og varningi. Hallfreður kvað þá vísu: Síðan reið hann austur á fjallið og hitti illar leiðir.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.