This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Hallfreðar saga (Hallfr) - 28

Hallfreðar sagaHallfrV

Not published: do not cite (HallfrV)

6 — Hallfr ch. 6

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Hallfr ch. 6)

var Hallfreður með konungi um hríð og orti um hann flokk og bað sér hljóðs. Konungur kvaðst eigi hlýða vilja. Hallfreður segir: «Þú munt því ráða en týna mun eg þá þeim fræðum er þú lést mér kenna ef þú vilt eigi hlýða kvæðinu og eru þau fræði ekki skáldlegri er þú lést mig nema en kvæðið er, það er eg hefi um þig ort.» Ólafur konungur mælti: «Sannlega máttu heita vandræðaskáld og skal heyra kvæðið.» Hallfreður flutti skörulega kvæðið og var það drápa. Og er lokið var mælti konungur: «Þetta er gott kvæði og þigg af mér sverð búið en vandgætt mun þér til þess því engi fylgir umgerðin og haf svo þrjá daga og þrjár nætur engum verði mein að.» Þá kvað Hallfreður vísu: Vel gat Hallfreður varðveitt sverðið. Og allmjög lofaði hann goðin og kvað mönnum það illa takast er menn löstuðu þau. Hann kvað þetta svo konungur heyrði einn tíma: Konungur mælti: «Allill vísa og bæt yfir.» Hallfreður kvað enn: Þá mælti konungur: «Allmikinn hug leggur þú á goðin og er það illa virðanda fyrir þér.» Þá kvað Hallfreður vísu: Konungur segir: «Ekki batnar um og kveð vísu til yfirbóta.» Hallfreður kvað vísu: Þá mælti konungur: «Slíkt er vel kveðið og betra en eigi og yrk enn.» Hallfreður kvað vísu: Óttar hét maður upplenskur. Kálfur hét bróðir hans. Þeir voru hirðmenn konungs og vasklegir menn og vel metnir af konungi. Þeir öfunduðu Hallfreð og þótti þeim hann hafa of mikinn gang af konungi. Og eitt kveld er þeir drukku slógu þeir í deilu mikla og var konungur hjá og bar konungur viðtal þeirra í hag Óttari því hann honum entist eigi þrætan við Hallfreð og gekk brott síðan. Og eftir það sló í kappmæli með þeim en svo lauk með þeim Hallfreður hljóp upp og hjó Óttar banahögg með exinni Hákonarnaut. Kálfur þreif Hallfreð og menn með honum og settu í fjötur. En það voru lög þann mann skyldi drepa er mann vægi í konungs herbergi. Síðan fundu þeir konung og kváðu þá sýnast hvað manna Hallfreður var og sögðu hann bleðja mundu ætla hirðina og rægðu hann sem mest máttu þeir til þess, konungur bað láta drepa hann um morguninn eftir. Kálfur varð við þetta glaður. Og um daginn eftir leiddu þeir hann út og til dráps. Hallfreður mælti: «Hvar er konungur?» Þeir svara: «Hvað mundi þig það skipta? Dæmdur ertu til dauða.» Þá mælti Hallfreður: «Er dauður er eg vann á?» Þeir kváðu svo vera. Hallfreður mælti: «Ef er nokkur hér við staddur er eg hefi vel til gert þá launi það svo leiði mig þar í nánd sem konungur er og vil eg þakka hérvist mína.» Þá kom það fram sem mælt er hver á sér vin með óvinum, og voru þeir þar við það kenndust hann hafði vel til gert og leiddu hann þar hjá er konungur var og biskup. Og er Hallfreður kom gegnt þeim þá mælti hann: «Minnist þess herra er þér hétuð segja mig yður aldrei afhendan og verðið eigi heitrofa við mig. annar hlutur þú ert guðfaðir minn.» Sigurður biskup mælti við konung: «Lát hann njóta slíkra hluta.» «Svo skal vera,» segir konungur og bað þá þegar leysa hann. var svo gert og líkaði Kálfi allþungt. var Hallfreður enn með hirðinni og kom sér brátt vel en þó var konungur færri við hann en áður og bætti þó víg þetta fyrir hann. Það var einn dag Hallfreður gekk fyrir konung og féll til fóta honum. Konungur hann felldi tár og spurði hvað honum þótti svo mikið. Hann segir: «Nær fellur mér reiði þín og henni vildi eg af mér koma.» Konungur segir: «Svo skal vera. Þú skalt fara sendiför mína eftir jól og skulum við þá sáttir ef þú kemur ferðinni fram eða hvort áttu sverð það er eg gaf þér?» «Á eg víst herra og aldrei hefir það komið í umgerð.» Konungur mælti: «Það samir vel vandræðaskáldið eigi vandræðagripinn eða muntu kunna nefna sverð í hverju vísuorði?» Hallfreður segir: «Við mun eg leita ef þér viljið og allt mun eg til vinna koma af mér yðvarri reiði.» Konungur mælti: «Kveð þá.» Hallfreður kvað þá vísu: Konungur þakkaði honum og kvað honum mikla íþrótt í skáldskap sínum og gaf honum umgerð mjög vandaða «og þó svo beri til,» segir konungur, «að þig hendi það víti þú komir eigi undir borð eða til kirkju þá skal þér framar upp gefa en öðrum.» Hallfreður þakkaði konungi. Eitt sinn var það konungur spurði hvar Hallfreður væri. Kálfur segir: «Hann mun enn hafa vanda sinn blóta á laun og hefir hann líkneski Þórs í pungi sínum af tönn gert og ertu of mjög dulinn honum herra og færð hann eigi sannreyndan.» Konungur bað Hallfreð þangað kalla og svara fyrir sig. Hallfreður kemur þar. Konungur mælti: «Ertu sannur því er þér er kennt þú blótir?» «Eigi er það satt herra,» segir Hallfreður. «Skal rannsaka pung minn. Hefi eg hér ekki undanbragð mátt hafa þó eg vildi.» fannst engi hlutur í hans valdi er til þess væri. «Þetta er dauðaróg,» segir Hallfreður, «og mun Kálfi illu verða ef eg nái svo til hans. Hann kom mér enn fyrri til dauða.» Konungur mælti: «Eigi er ykkur saman vært og skal Kálfur fara til búa sinna. En þú Hallfreður skalt fara sendiför mína til Upplanda til Þorleifs hins spaka. Hann vill eigi við kristni taka og skaltu drepa hann eða blinda ella. Hann er dótturson Þorleifs Hörða-Kárasonar. Skal eg til leggja mína giftu og haf menn svo marga sem þú vilt.» Hallfreður kvað ferðina óríflega «en allt einu skal fara sem þér viljið. En Jósteinn móðurbróðir yðvar vil eg fari með mér og bekkjunautar mínir þeir sem eg kýs til svo vér séum saman fjórir og tuttugu.» «Ger sem þér líkar,» segir konungur, «en sent hefi eg fyrri menn til Þorleifs og hafa þeir engu til leiðar komið því er eg vildi væri.» Síðan riðu þeir Hallfreður brott frá konungi og til þess er þeir komu í skóg þann er skammt var frá Þorleifs. Þá stigu þeir af hestum sínum í rjóðri einu. Þá mælti Hallfreður: «Hér skuluð þér bíða mín til hinnar þriðju sólar en fara þá aftur ef eg kem eigi hér.» Jósteinn bauð fara með honum. Hann vildi það eigi. Hallfreður tók þá stafkarlsgervi. Hann lét leggja lit í augu sér og sneri um á sér hvörmunum og gerði mikla breytni á yfirlitum sínum. Langan bagga hafði hann á baki og var þar í sverð hans konungsnautur. Hann gekk Þorleifs og haugi þeim er hann sat á og var það snemma dags. Þorleifur heilsaði honum og spurði hver hann væri. «Eg er fátækur maður einn,» segir hann. «Kom eg til konungs og vildi hann mig til trúar brjóta en eg hljóp á brott leynilega og drap eg áður einn konungsmann. vildi eg biðja þig nokkurrar ásjá.» Þorleifur svarar um það en spyr hann margs um lönd eða hafnir. Hann leysti úr öllu fróðlega. Þorleifur mælti: «Var nokkur maður með konungi er Hallfreður heitir?» Hann svarar: «Heyrði eg hans getið og sjaldan góðu.» Þorleifur mælti: «Sá maður dreymir mig jafnan en þó er það ómerkilegt. En koma munu konungsmenn hingað brátt. En hann Hallfreður er svo manna eg skil síst hvað manna er, frásögn manna, og horfin heilla er mér hvað sem eftir kemur.» Þá grunar Þorleif hver maðurinn var og vildi upp standa en Hallfreður þreif til hans og rak hann undir sig er hann var miklu sterkari. Þeir ultu ofan fyrir hauginn og varð Hallfreður efri. Hann setti hæl á augað Þorleifi og hleypti úr honum auganu. Þorleifur mælti þá: «Konungs gifta fylgir þér en við þig hefi eg lengi áhugafullur verið en er það fram komið. En veit eg þú gerir konungs boðskap blinda mig eða drepa. En vil eg biðja þig þú gefir mér annað auga en eg vil gefa þér hníf og belti og er hvortveggja góður gripur og koma þér þó liði ef svo ber til og ertu ekki ólíklegur þurfa þess við.» Hallfreður kvaðst eigi vilja svo brjóta konungs boðskap þiggja af honum góðgripi til þess, kvaðst heldur vilja taka það á sig gefa honum annað augað. Þorleifur þakkaði honum og skildu þeir því. Fer Hallfreður til sinna manna og varð þar fagnafundur. Þorleifur gekk heim til bæjar og sagði engum manni áverkann fyrr en þeir voru langt á brottu. Þeir Hallfreður riðu leið sína þar til er þeir komu til Kálfs um farinn veg. Þá mælti Hallfreður: «Drepa skal þenna hinn illa mann.» Jósteinn mælti: «Ger eigi það. Blöndum eigi giftu við ógiftu.» Hallfreður segir: «Eigi hefir hér högum verið til skipt. Góður drengur er meiddur en mannfýlan lifir» og þreif hann höndum og stakk úr honum augað. Kálfur varð hryggur við. Hallfreður mælti: «Nú sýnir þú enn greyskapinn.» Síðan fóru þeir brott og komu til konungs og sat hann tafli. Þeir kvöddu hann. Konungur spurði tíðinda. Hallfreður segir alla sögu konungi. Konungur mælti: «Vel hefir þú gert og sýn mér augað.» Síðan tók Hallfreður augað Kálfs. Konungur mælti: «Hvar fékkstu slíkt auga?» «Þetta er Þorleifs auga.» «Nei,» segir konungur, «fleira muntu unnið hafa en eg bauð þér.» Síðan sýndi hann auga Þorleifs. Þá mælti konungur: «Þetta er hans auga og er enn ekki betur en hálfgert.» Hallfreður mælti: «Nú galt eg Kálfi er hann stangaði mig spjótsoddinum þá er hann leiddi mig til bana» og segir allt sem farið hafði. Konungur mælti: «Viltu fara til Þorleifs öðru sinni?» Hallfreður segir: «Eigi vil eg þangað fara en fara vil eg til Kálfs og stinga úr honum annað augað.» Konungur kvað þar standa skyldu. Tók Hallfreður þá sæmdir með konungi.