This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Grettis saga Ásmundarsonar (Gr) - 2165

Grettis saga ÁsmundarsonarGrV

Not published: do not cite (GrV)

89 — Gr ch. 89

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Gr ch. 89)

leið dagur og þar til dagur kom sem Spes skyldi vinna eiðinn. Þá býður hún til öllum sínum vinum og frændum og setti sig til með hinum bestum klæðum er hún átti. Margar dýrar konur gengu með henni. Þá voru á votviðri mikil. Vegurinn var votur og ein veisa mikil yfir fara áður en til kirkju kæmi. Og svo sem Spes og skari hennar kemur fram veisunni var þar fyrir fjölmenni mikið og fjöldi fátækra manna er sér báðu ölmusu því þetta var almenningsstræti. Allir þóttust þeir skyldir vera fagna henni sem kunnu og báðu henni góðs fyrir það er hún hafði þeim oft vel við hjálpað. Þar var einn stafkarl milli annarra fátækra manna, mikill vexti og hafði sítt skegg. Kvendið nam staðar við fenið því hoffólkinu þótti fenið óhreint yfirferðar. Og svo sem þessi hinn mikli stafkarl húsfrúna, hún var betur búin en aðrar konur, mælti hann svo til hennar: «Góða húsfreyja,» sagði hann, «haf til lítillæti eg beri þig yfir fen þetta því vér erum skyldir til, stafkarlar, þjóna þér það sem vér kunnum.» «Hvað muntu vel bera mig,» sagði hún, «er þú getur eigi borið sjálfan þig?» «Þó væri þér lítillætisraun,» segir hann, «og eg eigi bjóða betur en eg hefi til og mun þér til alls betur takast þú hafir eigi metnað við fátækan mann.» «Vit það fyrir víst,» segir hún, «berir þú mig eigi vel þá verður það þitt húðlát eða annarrar svívirðingar meiri.» «Feginn vil eg hætta á það,» sagði hann og færðist á fætur út á díkið. Hún lét sem hún hugði allillt til hann bæri hana en þó fór hún á bak honum. Stumraði hann allseint og gekk við tvær hækjur. Og er hann kemur á mitt fenið reiðir hann á ýmsar hliðar. Hún bað hann herða sig «og skaltu aldrei verri för farið hafa en þá ef þú fellir mig hér í niður.» Leitar veslugur áfram og færist í aukana, kostar alls kapps við og kemst allnær landinu. Og þá drepur hann fæti og rýkur áfram svo hann kastar henni upp á bakkann en féll sjálfur í díkið upp undir hendur. Og í því er hann liggur þanninn grípur hann til hennar, húsfrúinnar, og festi hvergi á klæðunum. Tekur hann þá saurugri hendi upp á kné henni og allt á lærið bert. Hún spratt upp og bannaði, sagði jafnan hlyti illt af vondum förumönnum «og væri það maklegt þú lægir dauður ef mér þætti eigi skömm í því sakir vesaldar þinnar.» Hann mælti þá: «Missæl er þjóðin. Eg þóttist gera vel við þig og hugði eg til ölmusu af þér en eg hefi af þér heitingar og hrakning en ekki til gagns» og lét sem honum kæmi í allt skap. Þótti mörgum hann aumlegur en hún kvað hann vera hinn mesta bragðakarl. En er margir báðu fyrir hann tekur hún til pungs síns og voru þar í margir gullpeningar. Hún hristir niður peningana og mælti: «Haf það karl. Aldrei mun það gott þú hafir eigi fullt fyrir það er eg hefi hrakið þig enda er við skilist eftir því sem þú vannst til.» Hann tíndi upp gullið og þakkaði henni fyrir vel gert. Gekk Spes til kirkju og var þar fjölmenni mikið fyrir. Gekk Sigurður með kappi og bað hana færa sig undan áburði þeim sem hann hefði á hana borið. Hún svarar: «Ekki sinni eg þínum áburði. Eða hvern mann kallast þú hafa séð í húsi hjá mér? Því jafnan verður til einnhver dugandi maður vera hjá mér og kalla eg það blygðarlaust. En fyrir það vil eg sverja öngum manni hefi eg gull gefið og af öngum manni hefi eg saurgast líkamlega utan af bónda mínum og þeim vondum stafkarli er tók sinni saurugri hendi á lær mér er eg var borin yfir díkið í dag.» tóku margir undir þetta væri fullur eiður og henni væri það ekki mannlýti þó karl hefði fíflað á henni voveiflega. Hún sagði það mætti telja sem væri. Eftir þetta sór hún svo fallinn eið sem var greint. Mæltu það margir hún mundi það sanna sem mælt er lítið skyldi í eiði ósært. Hún kveðst það ætla vitrum mönnum skyldi svo lítast sem þetta væri eigi um grun gert. Þá töluðu til frændur hennar slíkt væri mikil skapraun burðugum konum hafa bótalausa þvílíka álygi því það var þar dauðasök ef kona varð opinber því hún hóraðist undir bónda sinn. Spes beiddi þá biskup hann gerði skilnað þeirra Sigurðar því hún sagðist eigi vilja þola álygi hans. Fluttu þetta frændur hennar. Varð þá svo með atgangi þeirra og býtingum þau voru skilin og Sigurður fékk lítið af góssinu. Var hann ger úr landi burt. Fór þar sem víða eru dæmi til hinir lægri verða lúta. Gat hann og öngu fram komið þó hann hefði rétt mæla. Spes tók við öllum peningum þeirra og þótti hinn mesti kvenskörungur. Þá er menn hugðu eiðstaf hennar þótti mönnum sem grunur hefði í verið og ætluðu vitrir menn mundu hafa diktað fyrir henni þessi atkvæði. Gátu menn þá upp grafið stafkarl sem hana hafði borið var Þorsteinn drómundur en þó fékk Sigurður öngva rétting þessa máls.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.