This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Grettis saga Ásmundarsonar (Gr) - 2165

Grettis saga ÁsmundarsonarGrV

Not published: do not cite (GrV)

83 — Gr ch. 83

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Gr ch. 83)

Frændum þeirra Grettis og Illuga líkaði stórilla er þeir fréttu vígin og tóku svo Öngull hefði gert níðingsverk drepa dauðvona mann, og í annarri grein um fjölkynngi. Sóttu þeir hinum vitrustu mönnum og mæltist illa fyrir mál Önguls. Hann reið vestur til Miðfjarðar þá fjórar vikur voru af sumri. Og er það fréttist til ferða hans stefndi Ásdís sér mönnum og voru þar margir hennar vinir, Gamli og Glúmur mágar hennar og synir þeirra, Skeggi er skammhöndungur var kallaður og Óspakur, er fyrr var getið. Ásdís var svo vinsæl allir Miðfirðingar snerust til liðs með henni og jafnvel þeir sem áður voru óvinir Grettis. Var þar hinn fyrsti maður Þóroddur drápustúfur og flestir Hrútfirðingar. Öngull kemur til Bjargs með tuttugu menn. Þeir höfðu höfuð Grettis með sér. Þá voru enn eigi komnir allir þeir sem henni höfðu liði heitið. Þeir gengu inn í stofu með höfuðið og settu niður á gólf. Húsfreyja var í stofu og margir menn aðrir. Ekki varð kveðjum við þá. Öngull kvað þá vísu: Húsfreyja sat kyrr á meðan hann kvað vísuna. Eftir það kvað hún vísu: Þá mæltu margir eigi væri undarlegt þó hún ætti hrausta sonu svo hraust sem hún var, þvílík skapraun sem henni var ger. Óspakur var úti og átti tal við fylgdarmenn Önguls þá sem eigi höfðu inn gengið og spurði vígunum en allir lofuðu vörn Illuga. Þá sögðu þeir frá hversu Grettir hafði haldið fast saxinu þá er hann var dauður. Það þótti mönnum undarlegt. Þá var sén margra manna reið vestan að. Voru þar komnir margir vinir húsfreyju og þeir Gamli og Skeggi vestan frá Melum. Öngull hafði þar ætlað hefja féránsdóm eftir Illuga því þeir kölluðu sér allt hans. En er fjölmennið kom Öngull hann gat ekki gert. Voru þeir hinir áköfustu, Óspakur og Gamli, og vildu veita Öngli atgöngu en þeir sem vitrari voru báðu þá hafa við ráð Þorvalds frænda síns og annarra höfðingja og sögðu því verr mundi mál Önguls fyrir mælast sem fleiri vitrir menn sætu yfir. Varð þá svo á meðal gengið Öngull reið á burt og hafði með sér höfuð Grettis því hann ætlaði hafa það til alþingis. Reið hann heim og þótti þunglega á horfast því flestir allir höfðingjar á landinu voru annaðhvort skyldir eða mægðir við þá Gretti og Illuga. Þetta sumar fékk Skeggi skammhöndungur dóttur Þórodds drápustúfs. Gekk Þóroddur þá málum með frændum Grettis.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.