This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Gísla saga Súrssonar (Gísl) - 65

Gísla saga SúrssonarGíslV

Not published: do not cite (GíslV)

6 — Gísl ch. 6

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Gísl ch. 6)

Gestur hét maður og var Oddleifsson. Hann var kominn til þings og var í búð hjá Þorkeli auðga. sitja þeir við drykkju Sýrdælir en aðrir menn voru dómum því sóknarþing var á. Þá kemur maður inn í búð þeirra Haukdæla, gassi mikill er Arnór hét, og mælti: «Allmikið er um yður Haukdæla er þér gáið einskis annars en drekka en viljið eigi koma til dóma þar sem þingmenn yðrir eiga málum við skiptast. Og þykir svo öllum þótt eg kveði upp.» Þá mælti Gísli: «Göngum þá til dóma. Kann vera þetta mæli fleiri.» Ganga þeir til dóma og spyr Þorgrímur ef nokkurir væru þeir menn er þyrftu þeirra liðveislu «og skal ekki eftir liggja það sem vér megum þeim veita, meðan vér erum uppi, sem vér heitum voru liði.» Þá svarar Þorkell hinn auðgi: «Lítils eru mál þessi verð er menn eiga hér við skiptast en vér munum yður til segja ef vér þurfum yðvarrar liðveislu.» Og finnst mönnum orð um hve skrautlegur flokkur þeirra var eða um málsenda þeirra hversu skörulegir voru. Þorkell mælti þá til Gests: «Hve lengi ætlar þú kapp þeirra Haukdæla og yfirgangur muni vera svo mikill?» Gestur svarar: «Eigi munu þeir allir samþykkir hið þriðja sumar er þar eru í þeim flokki.» En Arnór var hjá þessu þeirra tali og hleypur inn í búð þeirra Haukdæla og segir þeim þessi orð. Gísli svarar: «Hér mun hann mælt mál talað hafa. En vörumst vér eigi verði hann sannspár. Enda eg gott ráð til þessa, vér bindum vort vinfengi með meirum fastmælum en áður og sverjumst í fóstbræðralag fjórir.» En þeim sýnist þetta ráðlegt. Ganga út í Eyrarhvolsodda og rista þar upp úr jörðu jarðarmen svo báðir endar voru fastir í jörðu og settu þar undir málaspjót það er maður mátti taka hendi sinni til geirnagla. Þeir skyldu þar fjórir undir ganga, Þorgrímur, Gísli, Þorkell og Vésteinn. Og vekja þeir sér blóð og láta renna saman dreyra sinn í þeirri moldu er upp var skorin undan jarðarmeninu og hræra saman allt, moldina og blóðið. En síðan féllu þeir allir á kné og sverja þann eið hver skal annars hefna sem bróður síns og nefna öll goðin í vitni. Og er þeir tókust í hendur allir þá mælti Þorgrímur: «Ærinn vanda hefi eg þótt eg geri þetta við þá báða Þorkel og Gísla mága mína en mig skyldir ekki til við Véstein» og hnykkir hendi sinni. «Svo munum vér þá fleiri gera,» segir Gísli og hnykkir og sinni hendi «og skal eg eigi binda mér vanda við þann mann er eigi vill við Véstein mág minn.» þykir mönnum um þetta mikils vert. Gísli mælti þá til Þorkels bróður síns: «Nú fór sem mig grunaði og mun þetta fyrir ekki koma sem er gert. Get eg og auðna ráði um þetta.» Fara menn heim af þinginu.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.