This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Egils saga Skalla-Grímssonar (Eg) - 415

Egils saga Skalla-GrímssonarEgV

(forthcoming), ‘ Anonymous, Egils saga Skalla-Grímssonar’ in Tarrin Wills, Kari Ellen Gade and Margaret Clunies Ross (eds), Poetry in Sagas of Icelanders. Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages 5. Turnhout: Brepols, p. . <https://skaldic.org/m.php?p=text&i=14> (accessed 16 January 2022)

41 — Eg ch. 41

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Eg ch. 41)

Björn hlaut annan bústað góðan og virðilegan. Gerðist hann ekki handgenginn konungi. Því var hann kallaður Björn höldur. Var hann maður vellauðigur og stórmenni mikið. Þórólfur fór brátt á fund Bjarnar þegar er hann kom af hafi og fylgdi heim Ásgerði dóttur hans. Varð þar fagnafundur. Ásgerður var hin vænsta kona og hin gervilegasta, vitur kona og allvel kunnandi. Þórólfur fór á fund Eiríks konungs. En er þeir hittust bar Þórólfur Eiríki konungi kveðju Skalla-Gríms og sagði hann hafði þakksamlega tekið sending konungs, bar fram síðan langskipssegl gott er hann sagði er Skalla-Grímur hefði sent konungi. Eiríkur konungur tók vel við gjöf þeirri og bauð Þórólfi vera með sér um veturinn. Þórólfur þakkaði konungi boð sitt «eg mun fyrst fara til Þóris. Á eg við hann nauðsynjaerindi.» Síðan fór Þórólfur til Þóris sem hann hafði sagt og fékk þar allgóðar viðtökur. Bauð Þórir honum vera með sér. Þórólfur sagði hann mundi það þekkjast «og er maður með mér þar skal vist hafa sem eg er. Hann er bróðir minn og hefir hann ekki fyrr heiman gengið og þarf hann eg veiti honum umsjá.» Þórir sagði það var heimult þó Þórólfur vildi fleiri menn hafa með sér þangað. «Þykir oss,» segir hann, «sveitarbót bróður þínum ef hann er nokkuð þér líkur.» Síðan fór Þórólfur til skips síns og lét það upp setja og um búa en hann fór og Egill til Þóris hersis. Þórir átti son er hét Arinbjörn. Hann var nokkuru eldri en Egill. Arinbjörn var þegar snemma skörulegur maður og hinn mesti íþróttamaður. Egill gerði sér títt við Arinbjörn og var honum fylgjusamur en heldur var fátt með þeim bræðrum.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.