Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Heimskringla (Hkr)

not in Skj

prose works

Óláfs saga helga (in Heimskringla) (ÓHHkr) - 254

Óláfs saga helga (in Heimskringla)ÓHHkrI

Not published: do not cite (ÓHHkrI)

145 — ÓHHkr ch. 145

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 145)

en er hann kom þar tók hann herja, veitti uppgöngur. Var þá bæði landsfólkið rænt og sumt drepið, sumt var handtekið og bundið, flutt svo til skipa en allt flýði, það er því kom við, og varð engi viðstaða. Gerði Ólafur konungur þar hið mesta hervirki. En er Ólafur konungur var á Sjólandi þá spurði hann þau tíðindi Önundur konungur Ólafsson hafði úti leiðangur og fór með her mikinn austan fyrir Skáni og herjaði hann þar. Varð þá bert um ráðagerð þá er þeir Ólafur konungur og Önundur konungur höfðu haft í Elfinni þá er þeir gerðu samband sitt og vináttu þeir skyldu báðir veita mótstöðu Knúti konungi. Fór Önundur konungur til þess er hann fann Ólaf konung mág sinn. En er þeir hittust þá gera þeir það bert bæði fyrir sínu liði og landsfólkinu þeir ætla undir sig leggja Danmörk og beiða sér viðurtöku af landsmönnum. En það var sem víða finnast dæmi til þá er landsfólkið verður fyrir hernaði og fær eigi styrk til viðurtöku þá játa flestir öllum þeim álögum er sér kaupa frið í. Varð þá svo margir menn ganga til handa þar er þeir fóru en herjuðu öðrum kosti. Sighvatur skáld getur þessa hernaðar í drápu þeirri er hann orti um Knút konung hinn ríka:

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.