Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Heimskringla (Hkr)

not in Skj

prose works

Magnúss saga Erlingssonar (MErl) - 43

Magnúss saga ErlingssonarMErlII

Not published: do not cite (MErlII)

3 — MErl ch. 3

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (MErl ch. 3)

Þrándheims. Hann hafði þá skip öll þau er átt hafði Ingi konungur. Hákon átti þing í býnum í Kaupangi og var hann þar til konungs tekinn um allt land. Þá gaf hann Sigurði af Reyri jarldóm og var hann þar til jarls tekinn. Síðan fóru þeir Hákon aftur suður og allt í Vík austur. Fór konungur til Túnsbergs en sendi Sigurð jarl austur í Konungahellu verja land með sumu liðinu ef Erlingur kæmi sunnan. Þeir Erlingur komu Ögðum og héldu þegar norður til Björgynjar. Þeir drápu þar Árna Brígiðarskalla, sýslumann Hákonar konungs, og fóru aftur austur þaðan til móts við Hákon konung. En Sigurður jarl hafði ekki orðið var við sunnanferðina Erlings og var hann þá enn austur við Elfi en Hákon konungur var í Túnsbergi. Erlingur lagði við Hrossanes og þar nokkurar nætur. Hákon konungur bjóst við í býnum. Erlingur lagði býnum. Þeir tóku byrðing einn og hlóðu með viði og hálmi og lögðu í eld en veðrið stóð upp í býinn og rak byrðinginn býnum. Hann lét bera kaðla tvo á byrðinginn og tengja við skútur tvær, lét róa svo eftir sem byrðinginn rak fyrir. En er eldurinn var mjög kominn inn býnum þá héldu þeir köðlum er á skútunum voru svo eigi mátti býrinn brenna. Reyk lagði svo þykkt í býinn ekki af bryggjunum þar sem fylking konungs stóð. Síðan lagði Erlingur öllu liðinu utan eftir á veðrið eldinum og skutu upp á þá. En er býjarmenn sáu eldurinn nálgaðist hús þeirra og margir urðu sárir af skotum þá gerðu þeir ráð sitt og sendu Hróald prest langtölu út á fund Erlings taka sér grið og býnum af Erlingi og rufu fylking konungs þá er Hróaldur sagði þeim griðin voru tekin. En er býjarmannalið var brott farið þá þynntist lið á bryggjunum. Eggjuðu þá sumir Hákonar menn við skyldi taka en Önundur Símonarson sagði svo, er þá hafði mest ráð fyrir liðinu: «Eigi mun eg berjast til ríkis Sigurði jarli en hann hvergi nær.» Síðan flýði Önundur og þá allt lið með konungi og fóru upp á land og féll þar mjög mart manna af Hákonar liði. Svo var þá kveðið: Hákon konungur fór hið efra norður í Þrándheim. En er Sigurður jarl spurði þetta þá fór hann með skipum öllum þeim er hann fékk hið ytra norður til móts við Hákon konung.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.