Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Landnámabók (Ldn) - 165

LandnámabókLdnIV

Not published: do not cite (LdnIV)

69 — Ldn ch. 69

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ldn ch. 69)

Björn mágur (hans) andaðist, þá kallaði Grímur hersir konungi allan arf hans, er hann var útlendur, en synir hans voru fyrir vestan haf. Öndóttur hélt fénu til handa Þrándi, systursyni sínum. En er Þrándur frá andlát föður síns, þá sigldi hann úr Suðureyjum svo mikla sigling, fyrir það var hann kallaður Þrándur mjögsiglandi. En er hann hafði við erfð tekið, þá fór hann til Íslands og nam fyrir sunnan land, sem enn mun sagt verða. En fyrir þá sök Grímur Öndótt, er hann náði eigi fénu í konungs trausti. En á hinni sömu nótt bar Signý kona Öndótts á skip allt lausafé sitt og fór með sonu þeirra, Ásgrím og Ásmund, til Sighvats föður síns, en sendi sonu sína til Heðins fóstra síns í Sóknadal. En þeir undu þar eigi og vildu fara til móður sinnar og komu jólum til Ingjalds tryggva í Hvíni. Hann tók við þeim af áeggjun Gyðu, konu sinnar. Um sumarið eftir gerði Grímur hersir veislu Auðuni jarli Haralds konungs. En þá nótt, er bát Ingjalds fóstra síns og röru á braut. Auðun kom til veislu, sem ætlað var, og missti þar vinar í stað. Þá komu Öndóttssynir þar snemma um morguninn svefnbúri því, er Auðun í, og skutu stokki á hurð. Ásmundur varðveitti húskarla jarls tvo, en Ásgrímur setti spjótsodd fyrir brjóst jarli og bað hann reiða föðurgjöld. Hann seldi fram þrjá gullhringa og guðvefjarskikkju; Ásgrímur gaf jarli nafn og kallaði Auðun geit. Síðan fóru þeir í Súrnadal til Eiríks ölfúss, lends manns, og tók hann við þeim. Þar bjó Hallsteinn hestur, annar lendur maður, og höfðu þeir jóladrykkju saman, og veitti Eiríkur fyrr vel og trúliga, en Hallsteinn veitti síðar óvingjarnliga. Hann laust Eirík með dýrshorni; fór Eiríkur þá heim, en Hallsteinn sat eftir með húskarla sína. Þá gekk Ásgrímur inn einn og hann komst út og til skógar, og græddi kona hann í jarðhúsi, svo hann varð heill. Það sumar fór Ásmundur til Íslands og hugði Ásgrím bróður sinn dauðan. Helgi hinn magri gaf Ásmundi Kræklingahlíð, og bjó (hann) Glerá hinni syðri. En þá er Ásgrímur varð heill, gaf Eiríkur honum langskip, og herjaði hann vestur um haf, en Hallsteinn úr sárum. En er Ásgrímur kom úr hernaði, gifti Eiríkur honum Geirhildi dóttur sína. Þá fór Ásgrímur til Íslands; hann bjó Glerá hinni nyrðri. Haraldur konungur sendi Þorgeir hinn hvinverska til Íslands drepa Ásgrím. Hann var of vetur á Kili í Hvinverjadal og kom öngu fram um hefndina. Son Ásgríms var Elliða-Grímur, faðir Ásgríms og Sigfúss, föður Þorgerðar, móður Gríms, föður Svertings, föður Vigdísar, móður Sturlu í Hvammi.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.