Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Heimskringla (Hkr)

not in Skj

prose works

Haralds saga hárfagra (HHárf) - 53

Haralds saga hárfagraHHárfII

Not published: do not cite (HHárfII)

37 — HHárf ch. 37

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (HHárf ch. 37)

Túnsbergi en var lítt í hernaði. Til Túnsbergs sóttu mjög kaupskip, bæði þar um Víkina og norðan úr landi og sunnan úr Danmörk og af Saxlandi. Björn konungur átti og kaupskip í ferðum til annarra landa og aflaði sér svo dýrgripa eða annarra fanga þeirra er hann þóttist hafa þurfa. Bræður hans kölluðu hann farmann eða kaupmann. Björn var vitur maður og vel stilltur og þótti vænn til höfðingja. Hann fékk sér gott kvonfang og maklegt. Hann gat son er Guðröður hét. Eiríkur blóðöx kom úr Austurvegi með herskip og lið mikið. Hann beiddist af Birni bróður sínum taka við sköttum og skyldum þeim er Haraldur konungur átti á Vestfold, en hinn var áður vandi Björn færði höndum greiða. En Eiríkur þóttist vista þurfa og tjalda og drykkjar. Þeir bræður þreyttu þetta með kappmælum og fékk Eiríkur eigi heldur og fór brott úr bænum. Björn fór og úr bænum um kveldið og upp á Sæheim. Eiríkur hvarf aftur, fór upp um nóttina á Sæheim eftir Birni, kom þar er þeir sátu yfir drykkju. Eiríkur tók hús á þeim en þeir Björn gengu út og börðust. Þar féll Björn og mart manna með honum. Eiríkur tók þar herfang mikið og fór norður í land. Þetta verk líkaði stórilla Víkverjum og var Eiríkur þar mjög óþokkaður. Fóru þau orð um Ólafur konungur mundi hefna Bjarnar ef honum gæfi færi á. Björn konungur liggur í Farmannshaugi á Sæheimi.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.