This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Bárðar saga Snæfellsáss (Bárð) - 31

Bárðar saga SnæfellsássBárðV

Not published: do not cite (BárðV)

5 — Bárð ch. 5

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Bárð ch. 5)

Þorkell Rauðfeldsson átti tvo sonu við konu sinni. Hét annar Sölvi en annar Rauðfeldur eftir föður hans. Þeir uxu upp á Arnarstapa og voru efnilegir menn. Dætur Bárðar vaxa upp Laugarbrekku, bæði miklar og ásjálegar. Helga var þeirra elst. Þorkelssynir og Bárðardætur höfðu saman leika sína á vetrin á svellum við ár þær er þar eru og Barnaár heita. Þau höfðu löngum leikmikið og gengu með hinu bestu kappi. Vildu Þorkelssynir meir ráða því þeir voru sterkari en Bárðardætur vildu ekki láta sinn hlut lakari verða um það þær máttu. Það var einn dag þau voru leik sínum og gekk þeim þá enn með kappi, Rauðfeld og Helgu. Hafísar lágu við. Þenna dag var þoka mikil. Þau höfðu þá leikinn allt við sjóinn niðri. Rauðfeldur hratt þá Helgu út á sjó með jakanum en vindur stóð mikill af landi. Rak þá jakann út til hafíssins. Fór Helga þá upp á hafísinn. Hina sömu nótt rak ísinn undan landi og út í haf. Hún fylgdi þá ísinum en hann rak svo ört innan sjö daga kom hún með ísinum til Grænlands. Þá bjó í Brattahlíð Eiríkur rauði Þorvaldsson Ásvaldssonar Öxna-Þórissonar. Eiríkur átti Þjóðhildi, dóttur Jörundar Atlasonar og Þorbjargar knarrarbringu en stjúpdóttur Þorbjarnar hins haukdælska. Þeirra son var Leifur hinn heppni. Þá hafði Eiríkur einum vetri áður byggt Grænland. Helga þá hjá Eiríki veturvist. Þá var maður á vist með Eiríki er Skeggi hét Skinna-Bjarnarson Skútaðar-Skeggjasonar. Hann var íslenskur og var kallaður Miðfjarðar-Skeggi því hann bjó Reykjum í Miðfirði en var löngum í kaupferðum. Helga var kvenna vænst. Hún þótti og með undarlegu móti þar hafa komið og fyrir það var hún tröll kölluð af sumum mönnum. Svo var hún og karlgild afli til hvers sem hún tók. Hún sagði allt hið sanna af ferðum sínum. Vaknaði Eiríkur við ætt hennar því hann þekkti Bárð þó Eiríkur væri þá ungur er Bárður kom til Íslands. Það var einn dag Helga stóð úti og litaðist um og kvað vísu: Þessi örnefni öll eru á Snjófellsnesi. Skeggi tók Helgu sér og hafði við hana fylgjulag. Um veturinn komu tröll og óvættir ofan í Eiríksfjörð og gerðu mönnum hið mesta mein, lömdu skip en beinbrutu menn. Þau voru þrjú saman, karl og kerling og son þeirra. Skeggi bjóst til ráða þau af og það fór fram með því Helga hjálpaði honum til og gaf honum nálega líf. Um sumarið eftir fór Skeggi til Noregs og Helga með honum og var hann þar vetur annan. sumri eftir fór hann til Íslands og heim til Reykja til bús síns. Helga fór og heim með honum. Ekki hafa þau barna átt svo getið sé. er þar til taka þær systur, dætur Bárðar, komu heim til Laugarbrekku og segja föður sínum hversu farið hafði með þeim Rauðfeld og Helgu dóttur hans. Bárður varð við það mjög reiður og spratt þegar upp og gekk í burtu og til Arnarstapa. Hann var þá mjög dökkur yfirlits. Eigi var Þorkell heima. Hann var genginn til sjóvar. Piltarnir, Rauðfeldur og Sölvi, voru úti. Þá var annar þeirra ellefu vetra en annar tólf. Bárður tók þá báða undir sína hönd hvorn og gekk með þá til fjalls. Ekki gerði þeim um brjótast því svo var Bárður sterkur hann mátti svo halda þó væru fullrosknir menn. En er hann kom í fjallið upp kastaði hann Rauðfeld í gjá eina stóra og svo djúpa Rauðfeldur var þegar dauður er hann kom niður. Þar heitir Rauðfeldsgjá. Hann gekk með Sölva nokkuru lengra þar til er hann kom á einn hamar hávan. Þar kastaði hann Sölva ofan fyrir. En er hann kom niður brotnaði hausinn og hann svo. Þar heitir síðan Sölvahamar. Eftir það gekk hann aftur til Arnarstapa og segir dauða þeirra bræðra og gekk síðan heim á leið. Þá kom Þorkell heim og spurði hversu hafði borist um líflát sona sinna. Hann snýr þá í veginn eftir bróður sínum og er þeir fundust varð ekki af kveðjum utan þeir ráðast þegar á og gekk flest upp fyrir þeim. Það varð um síðir Þorkell féll því Bárður var þeirra sterkari. Þorkell eftir fallið stund þá en Bárður gekk heim. Brotnað hafði lærleggur Þorkels í glímu þeirra bræðra. Þá stóð hann upp og hnekkti heim. Síðan var bundið um fót hans og greri hann mjög heilu. Hann var síðan kallaður Þorkell bundinfóti. Þegar er hann var gróinn fór hann burt af Snjófellsnesi með allt sitt og austur til Hængs Þorkelssonar. Hans móðir var Hrafnhildur, dóttir Ketils hængs úr Hrafnistu. Hann hafði numið alla Rangárvöllu og bjó Neðra-Hofi. Með ráði Hængs nam Þorkell land umhverfis Þríhyrning og bjó þar undir fjallinu sunnan. Er hann þar talinn með landnámsmönnum. Hann var hamrammur mjög. Þá átti hann þessi börn við konu sinni: Börk blátannarskegg, föður Starkaðar undir Þríhyrningi, og Þórný, er átti Ormur Stórólfsson, og Dagrún móðir Bersa.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.