This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Runic Dictionary

login: password: stay logged in: help

Heimskringla (Hkr)

prose works

Ynglinga saga (Yng) - 105

Ynglinga sagaYngII

Not published: do not cite (YngII)

chapters (and excerpts):  1   1b   1c   2   2b   2c   3   3b   4   4b   4c   5   5b   5c   5d   6   6b   6c   7   7b   7c   8   8b   8c   8d   8e   9   9b   9c   9d   9e   10   10b   10c   10d   11   12   13   14   15   16   17   18   19   20   21   22   23   23b   24   25   25b   26   27   28   29   30   31   32   33   34   35   36   37   38   39   40   41   42   43   44   45   46   47   48   49   50 

23 — Yng ch. 23

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Yng ch. 23)

herskipum þessa hríð alla og voru hermenn miklir. Á einu sumri herjuðu þeir í Danmörk og þá hittu þeir Guðlaug Háleygjakonung og áttu við hann orustu og lauk svo skip Guðlaugs var hroðið en hann varð handtekinn. Þeir fluttu hann til lands á Straumeyjarnes og hengdu hann þar. Urpu menn hans þar haug eftir hann. Svo segir Eyvindur skáldaspillir: Eiríkur og Jörundur bræður urðu af verki þessu frægir mjög. Þóttust þeir miklu meiri menn en áður. Þeir spurðu Haki konungur í Svíþjóð hafði sent frá sér kappa sína. Þá halda þeir til Svíþjóðar og draga síðan her liðs til þeirra. Síðan leggja þeir í Löginn upp og halda til Uppsala á hendur Haka konungi en hann fer í móti þeim á Fýrisvöllu og hafði lið miklu minna. Varð þar mikil orusta. Gekk Haki konungur fram svo hart hann felldi alla þá er honum voru næstir og lyktum felldi hann Eirík konung og hjó niður merki þeirra bræðra. Þá flýði Jörundur konungur til skipa og allt lið hans. Haki konungur fékk svo stór sár hann hans lífdagar mundu eigi langir verða. Þá lét hann taka skeið er hann átti og lét hlaða dauðum mönnum og vopnum, lét þá flytja út til hafs og leggja stýri í lag og draga upp segl en leggja eld í tyrvið og gera bál á skipinu. Veður stóð af landi. Haki var þá kominn dauða eða dauður er hann var lagiður á bálið. Sigldi skipið síðan logandi út í haf og var þetta allfrægt lengi síðan.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© 2008-