Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Heimskringla (Hkr)

not in Skj

prose works

Ynglinga saga (Yng) - 105

Ynglinga sagaYngII

Not published: do not cite (YngII)

19 — Yng ch. 19

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Yng ch. 19)

ágætur, hermaður mikill, atgervimaður mikill um alla hluti. Það var eitt sumar er Agni konungur fór með her sinn á Finnland, gekk þar upp og herjaði. Finnar drógu saman lið mikið og fóru til orustu. Frosti er nefndur höfðingi þeirra. Varð þar orusta mikil og fékk Agni konungur sigur. Þar féll Frosti og mikið lið með honum. Agni konungur fór herskildi um Finnland og lagði undir sig og fékk stórmikið herfang. Hann tók og hafði með sér Skjálf dóttur Frosta og Loga bróður hennar. En er hann kom austan lagði hann til Stokksunda. Hann setti tjöld sín suður á fitina. Þar var þá skógur. Agni konungur átti þá gullmenið það er Vísbur hafði átt. Agni konungur gekk eiga Skjálf. Hún bað konung gera erfi eftir föður sinn. Hann bauð þá til sín mörgum ríkismönnum og gerði veislu mikla. Hann var allfrægur orðinn af för þessi. Þá voru þar drykkjur miklar. En er Agni konungur gerðist drukkinn þá bað Skjálf hann gæta mensins er hann hafði á hálsi. Hann tók til og batt rammlega menið á háls sér áður hann gengi sofa. En landtjaldið stóð við skóginn og hátt tré yfir tjaldinu það er skýla skyldi við sólarhita. En er Agni konungur var sofnaður þá tók Skjálf digurt snæri og festi undir menið. Menn hennar slógu þá tjaldstöngunum en köstuðu lykkju snærisins upp í limar trésins, drógu þá síðan svo konungur hékk næst uppi við limar og var það hans bani. Skjálf og hennar menn hljópu á skip og reru í brott. Agni konungur var þar brenndur og er þar síðan kölluð Agnafit á austanverðum Taurinum vestur frá Stokkssundi. Svo segir Þjóðólfur:

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.