This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Runic Dictionary

login: password: stay logged in: help

Heimskringla (Hkr)

prose works

Ynglinga saga (Yng) - 105

Ynglinga sagaYngII

Not published: do not cite (YngII)

chapters (and excerpts):  1   1b   1c   2   2b   2c   3   3b   4   4b   4c   5   5b   5c   5d   6   6b   6c   7   7b   7c   8   8b   8c   8d   8e   9   9b   9c   9d   9e   10   10b   10c   10d   11   12   13   14   15   16   17   18   19   20   21   22   23   23b   24   25   25b   26   27   28   29   30   31   32   33   34   35   36   37   38   39   40   41   42   43   44   45   46   47   48   49   50 

10 — Yng ch. 10

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Yng ch. 10)

Svíum og tók skattgjafar af þeim. Hann var vinsæll og ársæll sem faðir hans. Freyr reisti Uppsölum hof mikið og setti þar höfuðstað sinn, lagði þar til allar skyldir sínar, lönd og lausan eyri. Þá hófst Uppsalaauður og hefir haldist æ síðan. Á hans dögum hófst Fróðafriður. Þá var og ár um öll lönd. hans dögum varð landsfólkið auðgara en fyrr af friðinum og ári. Gerður Gymisdóttir hét kona hans. Sonur þeirra hét Fjölnir. Freyr hét Yngvi öðru nafni. Yngva nafn var lengi síðan haft í hans ætt fyrir tignarnafn og Ynglingar voru síðan kallaðir hans ættmenn. Freyr tók sótt en er honum leið sóttin leituðu menn sér ráðs og létu menn til hans koma en bjuggu haug mikinn og létu dyr á og þrjá glugga. En er Freyr var dauður báru þeir hann leynilega í hauginn og sögðu Svíum hann lifði og varðveittu hann þar þrjá vetur. En skatt öllum helltu þeir í hauginn, í einn glugg gullinu en í annan silfrinu, í hinn þriðja eirpeningum. Þá hélst ár og friður. Freyja hélt þá upp blótum því hún ein lifði þá eftir goðanna og varð hún þá hin frægsta svo með hennar nafni skyldi kalla allar konur tignar, svo sem heita frúvur. Svo hét og hver freyja yfir sinni eigu en húsfreyja er á. Freyja var heldur marglynd. Óður hét bóndi hennar. Dætur hennar hétu Hnoss og Gersemi. Þær voru fagrar mjög. Af þeirra nafni eru svo kallaðir hinir dýrstu gripir. Þá er allir Svíar vissu Freyr var dauður en hélst ár og friður þá trúðu þeir svo mundi vera meðan Freyr væri á Svíþjóð og vildu eigi brenna hann og kölluðu hann veraldargoð, blótuðu mest til árs og friðar alla ævi síðan.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© 2008-