Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GíslIllA ch. 1

Gísls þáttr Illugasonar A 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GíslIllA ch. 1)

Anonymous íslendingaþættirGísls þáttr Illugasonar A1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá er hinn helgi Jón var utan þessu sinni réð fyrir Noregi Magnús konungur Ólafsson, Haraldssonar, Sigurðarsonar. Og er hinn helgi Jón kom norður í Þrándheim þá var konungurinn þar.



Í þenna tíma voru í Noregi margir íslenskir menn. Þá var þar Teitur son Gissurar biskups og þá urðu þar þau tíðindi að íslenskur maður sá er Gísl hét vó víg og var sá maður er veginn var hirðmaður Magnúss konungs. En Gísl rak það til þessa snarræðis að hann átti að hefna föður síns en þessi maður hét Gjafvaldur er Gísl vó. Hann hafði verið að vígi Illuga föður hans.



Og bráðlega eftir vígið þá var Gísl tekinn og fjötraður af mönnum konungsins. En er þeir spurðu það hinir íslensku menn þá ganga þeir þegar þangað allir saman til stofu þeirrar er Gísl var inni og var Teitur fyrir liðinu og höggur hann af honum fjöturinn og leiðir hann á braut með sér.



Og eftir þessi tíðindi lætur konungur þings kveðja og var ákafa reiður og horfði til hins mesta voða um málið. Á þessu þingi var öllum íslenskum mönnum bannað að tala sín mál nema hinum helga Jóni. Honum var leyft að tala af konunginum og talaði um málið langt erindi og forkunnar snjallt það er menn hafa að minnum haft síðan og bað hann Gísl lífs og griða og það kom til svo mikillar nytsemdar að reiði konungsins mýktist en þeir menn náðu griðum og sáttum er áður voru nálega til bana ráðnir.



En sá lendur maður Magnúss konungs er hét Sigurður og kallaður ullstrengur og þungastur hafði verið í öllum tillögum móti Jóni, þá tók hann á sér skjóta hefnd þegar á því þingi. Það var banvæn sótt svo að hann mátti eigi óæpandi þola allt til þess er hann bað Jón með lítillæti og iðran koma til sín og leggja hendur yfir sig með helgum bænum. En það veitti Jón blíðlega er hann var beðinn og syngur yfir honum og þegar verður hann heill og bað sér líknar fyrir sín mótmæli og skildust þeir sáttir.



En Magnús konungur fal sig undir bæn Jóns og gaf honum sæmilegar gjafir og skildust með mestu vináttu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.