Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 32

Þórðar saga kakala 32 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 32)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
313233

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú er frá því að segja er þeir Kolbeinn lágu eftir á flóanum. Lét hann nú rannsaka skip sín og skoðaði hve margt fallið var eða hvað svo var sárt að hann vildi eigi með sér hafa. Finnur hann nú að margt er fallið en fjöldi sár. Fær hann nú til tvö skip og liðfæra menn svo að birgt var og lætur flytja líkin norður til Skaga og sára menn. Var þá að hugað hve mörg Þórðar skip þar lágu eftir og fundust þrjú. Voru á Þórðar skipi fallnir fjórir menn og engi þá enn látinn. Voru þá grið gefin Snorra Loftssyni og Áni Áskelssyni því að hann nefndist nafni Þórðar bróður síns. Steinólfur Þorbjarnarson var þegar höggvinn fyrir borð en Klemet smiður var þegar drepinn uppi í skipinu. Var Ánn þá leiddur upp á skip Einars langs Jónssonar. Tóku þeir Kolbeins menn þá hvíld og biðu byrjar og átu mat. Og hugðu þeir að vandlega hve marga menn þeir höfðu látið í þessum bardaga og höfðu á átta tigi alls látist með þeim er síðar létust af sárum. Þessir menn voru mest virðir af þeim er létust: Guðmundur frá Sökku, Hjalti Helgason, þeir Illugasynir, Einar dragi og Þorsteinn. Snorri Þórálfsson, Sigurður Rögnvaldsson. Þá mælti Kolbeinn við Einar Jónsson að hann skyldi taka Snorra Loftsson til sín. Er þér, sagði hann, kunnast hver hvergi þeirra er Vestfirðinganna. Sjá þeir nú og að kyrrlegt gerir. Og er Snorri kemur upp á skip Einars þá tekur hann til orða er hann kennir Án Áskelsson og mælti: Guð sé lofaður, Ánn félagi, er eg sé þig heilan. En er Einar Jónsson heyrði þetta: Er svo, sagði hann, að Ánn fjandinn er hér er flest illt hefir gert oss? Lét hann þegar taka Án og höggva fyrir borð. Snorra þótti þetta verk svo illt að hann vildi nú gjarna heldur þagað hafa og heldur hafa látið allt það er hann átti og þótti of mjög af sér hlotist hafa. En þó fékk hann nú ekki að gert. Eftir þetta biður Kolbeinn reisa viðuna og taka til segls. Vil eg því nú lýsa fyrir yður, sagði hann, að nú skal sigla vestur yfir Flóa að leita Þórðar þar til er vér finnumst og láta nú sverfa til stáls með oss. En ef vér finnumst eigi þá skulum vér sigla til Vestfjarða og herja, brenna bæi en drepa menn og eyða svo byggðina að Þórður megi eigi oftar þaðan eflast með ófriði á hendur oss. En þó segir mér svo hugur um að eigi sé ráðið að mér verði auðið að standa yfir höfuðsvörðum Þórðar svo sem hann rak nú úr færi að sinni. Og enn er það nær mínu hugboði að á þessum fundi muni hamingjuskipti orðið hafa með okkur Þórði. Hafið nú þá stefnu sem þér sáuð að þeir Þórður reru undan. Siglir nú sá fyrst er skjótast var búinn vestur yfir Flóa.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.